Just breezin through

Jæja, ef það eru ekki allir löngu hættir að lesa þetta blogg þá bara veit ég ekki hvað. En annars er bara allt gott að frétta in the big city. Ég hef enn ekki orðið að rotnu epli hérna þó ég hafi komist nálægt því á staffadjammi í byrjun nóv. Þeir sem vita hvað ég er að tala um vita meira en þeir eiga að vita. Hehehehe!

Það er alvarlega farið að vannta uppá skemmtanalíf mitt hérna, mig vantar orku...ég er alltaf svo dauðþreytt um helgar að ég get ekki hugsað mér að djamma. En jæja, bara í jólafríinu. :)

Afi er búinn að senda mér sögur eftir pabba á fullu núna undanfarið þannig ég er búin að standa í að lesa þær....maður fer ekki að reyna að gefa eitthvað út sem maður hefur aldrei lesið. Ég vissi aldrei að pabbi væri svona mikill pælari, eða skiluru, ég vissi að hann væri það...en ég vissi ekki nákvæmlega HVAÐ það var sem hann var að pæla....það var frekar erfitt að fá hann til að tala við mann þannig að það skildist.

 

Mig langar til Ítalíu í sumar, og er eiginlega að vonast til að afi og amma reyni að bjóða mér aftur til Flórens þar sem það gekk ekki upp seinast. Þau eru frekar skrítin með svona, eina stundina eru þau of gömul til að ferðast og þá næstu er lífið of stutt til þess að sleppa tækifærinu að fara og skoða heiminn. Maður veit aldrei hvernig heimsókn til þeirra fer...nema að yfirleitt er mikill matur og mikið vín innifalið í heimboðinu. Ég sakna þeirra geggjað mikið þó ég sé rosalega ódugleg sonardóttir og hafi ekki nógu mikið samband við þau.

 

Jæja, kannski maður fari að þykjast reyna að sofa....eftir þessa viku fer ég aftur á melatónínið mitt og þá get ég kanski sofið í ALVÖRU og ekki verið eins og upptrekktur api í vinnuni.

 

KNÚS frá mér.


Yah...

 

Jámm ég er bara ennþá í vinnunni...alltaf þar. Ekkert að gera nema vinna. En nú er reyndar komið uppúr krafsinu að ég þarf að fara til vodafone manna út af netinu og vesenast og svona. Yay for that. Í gær var alvega meiriháttar dagur, við fórum nefnilega í húsdýragarðinn með 26 börn í ógeðslegasta veðri sem ég man eftir að hafa upplifað...eða já, það var allavega mjög slæmt. Ég kom til baka svo blaut að það hefði mátt halda að ég hafi stungið mér til sunds með selunum.

 

Reyndar byrjaði ég gærdaginn á námskeiði um hvernig eigi að uppfæra heimasíðuna fyrir frístundaheimilið, þau nota sko webmaster, sem er fínt í sjálfu sér þó mér finnist það eiginlega líta svolítið "worn-out" út. En það var mesta rugl að vera að halda heilt námskeið í þessu, þetta er bara eins og hvert annað blogg og maður hefði alveg áttað sig sjálfur með því að fikta í svona einn og hálfan tíma.

 

 

Mig er farið að vanta meira lesefni, á reyndar enn eftir að lesa Dracula sem ég keypti í London en bara er ekki in the mood lately. Talandi um London þá langar mig að fara að versla jólagjafir þar einhvern tíman fyrir jól þannig kannski væri gáfulegt að fara að tjékka á miðum...og talandi um miða, mömmu langar svo á Andrea Boccelli....ætli þetta sé ekki að verða uppselt by now? Hum humm.

 

Annars hef ég bara eitthvað lítið að segja, fékk Mörtu og Ragga í heimsókn í gær og það var gaman...as always there was booze involved. Samt bara smá slurkur rétt til að skála, því marta gaf mér VODKA í innflutningsgjöf og ég ætla sko að geyma það þangað til við djömmum saman næst. FUN FUN FUN!!!

 

Jæja ætli það sé ekki best að ég fari að hætta þessari vitleysu...er samt eiginlega búin að gera allt sem mér dettur í hug í vinnunni og það er alveg einn og hálfur tími þartil krakkarnir koma. LUNCH!!!!

Hehe, ciao from the choccie blonde Alex. 


The road to Santiago

 

I've been reading Paulo Coelho's books for quite a while now. It started with Like the Flowing River moved on to The Alchemist and now I'm reading The Zahir. While I've been on this journey that is reading another person's journey I've fallen in love with the idea of pilgrimage. 

Today I was thinking about everything in my life that has a potential to bring me down, and I wondered why I let it. Why are we afraid of asking questions of what we fear, what makes us happy, why we are not happy?

 

I think that given the chance to remove oneself from the daily routine, one could with some effort find a way to make peace with the passed and realise what it takes to make the future is grasping the now.

 

Routine is deafening I say, it muffles the cries of your spirit that is telling you exactly what you want, exactly what  it is that you/it needs to be happy.

 

So today I thought, why not a pilgrimage? Maybe follow a known one in the steps of someone who has done it already will not suit me so I thought, I could make my own. I could make my own "road to Santiago" it wouldn't even have to lead there. Just as long as it was my own journey, my own enlightment and, in turn, my own happiness.

 

 


Just a little quickie...

Ég er heima hjá Sossu núna, er að fara að passa hann Elí Smára, sem samanstedur af því að horfa á sjónvarp og borða pizzu (nema ég þarf náttúrulega að hlusta eftir barninu líka.)

 

Ég er byrjuð í vinnunni og það er bara frekar gaman, eru nokkur erfið börn en annars bara fínt. Það var líka starfsfundur í kvöld sem róaði mig frekar mikið niður og ég fékk ýmislegt á hreint.

 

Samt er ég farin að hlakka til helgarinnar þá get ég gert fínt í húsinu mínu svo þar verði hægt að bjóða fólki í heimsókn. T.d. Mörtu minni :) Btw þá biðst ég afsökunar á að hafa ekki þekkst heimboð þitt Marta mín (ef þú lest þetta.) en ég kem alveg örgglega bráðum.

 

Annað en það þá er ég að fara að taka helling af yfirvinnu í formi námskeiða, tonn af námskeiðum sem ég fæ borgað fyrir að sækja...muj fun.

 

Jæja, ég ætla að hætta þessu veseni hérna og fara að einbeita mér að barnapössun.

 

Ciao!
 


Hann var svo hræddur...

 

 

 

Um daginn fékk ég í heimsókn tvær litlar stelpur, alveg óvænt, ég var að klæða mig eftir sturtu þegar dyrabjallan hringdi. "Er þetta kisinn þinn? Við héldum á honum hingað frá róló, hann var svo hræddur..." Þegar ég spurði stelpurnar við hvað hann hafi verið svo hræddur var svarið....rigninguna. Kötturinn minn elskar vatn, hann leikur sér í vaskinum stundum og hefur gaman að, hann er reyndar ekki alskostar hrifinn af að vera settur í bað, en hann hefur ekki neitt mikið á móti rigningu. Ég skal alveg viðurkenna að það var frekar mikil rigning, en kisi virtist hins vegar skemmta sér ágætlega úti á tröppum við að reyna að grípa dropana.

 

 

Venjulega þegar rignir mikið heldur Múslí sig inni, en stundum hættir hann sér út, ef hann er úti þegar rigningin byrjar þá annað hvort leitar hann í skjól sjálfur eða hann leikur sér bara. Mér finnst svolítið fyndið hvað börnin hér á Akureyri eru umhyggjusöm og hvað þeir fullorðnu virðast vita lítið um ketti.

 

 

Frá því ég flutti hingað seinustu Jól þá hefur margsinnis verið hringt í mig og ég beðin að sækja köttinn minn því hann sé mjálmandi utan dyra hjá fólki, einu sinni var mér meira að segja sagt að hann stæði jarmandi fyrir utan (af sex ára barni). Það sem mér finnst fyndið við þetta er að fólk hringir og spyr hvort kötturinn sé týndur, jafn vel þegar hann er kannski tveim húsum frá, hvers lags köttur væri hann ef hann rataði ekki einu sinni um sitt nánasta umhverfi? Af hverju segir fólk ekki bara: "Ég var að klappa kettinum, eða gaf honum að borða og nú losna ég ekki aftur við hann, komdu og sóttu hann?" Því þannig er þetta oftast.

 

 

Eftir smá spjall við eina konu sem hringdi í mig kom í ljós að litlu frænkur hennar höfðu verið að klappa kisa og leika við hann, svo undrast hún það að hann standi fyrir utan dyrnar og mjálmi, hann Múslí er mikil félagsvera og hann vill alla þá athygli sem hann getur fengið.

 

 

 

Ein kona viðurkenndi að hafa gefið honum pínu að borða því hann virtist svangur, hún skildi svo ekkert í því að hann færi ekki bara heim að máltíð lokinni...ég missti mig næstum í hláturskast þegar hún sagði þetta, fullorðin konan. Hefur enginn lært að feitur köttur með ól, sem á stendur hvar hann býr (og sá bústaður er í sama, eða nálægu hverfi) er ekki týndur köttur? Ef hann væri í öðrum hluta bæjarins þá hefði ég áhyggjur, en varla þegar maður sér að hann á heima rétt hjá. Kettir eru gáfuð dýr og þeir bjarga sér ótrúlega vel.

 

En já, nóg komið af hneykslun minni yfir þessum lítilvægilegu atvikum, ég er aðallega að venta hérna því ég er byrjuð að fá leið á því að "sækja" köttinn minn í næstu götu.

 

Nú eru 10 dagar í að ég flytji suður. Hlakka til, kvíði fyrir, hlakka til...þið skiljið. :)

Mood: Happy but worried but happy

Music: Cuervo Ingenuo- Joaquin Sabìna

What's next: Who's up for an autumn-week-end-trip?

 


Þegar Heimurinn Færist Úr Stað

 

Ég hef lengi setið á rassinum og beðið eftir að hlutirnir gerist. Mig langaði alltaf til að prófa fyrir mér í tónlist en fannst aldrei rétti tíminn, hef mikinn áhuga á sálfræði en hataði framhaldsskólann og langaði í frí þegar ég var búin.

 

 

Ég er þessi týpa sem hef aldrei þurft að vinna virkilega hart að einhverju. Ég hef alltaf fengið góðar einkunnir án mikils átaks (nema í stærðfræði þá), ég fékk peninga upp í hendurnar frá pabba og yfirleitt leyfi fyrir því sem ég vildi gera hjá mömmu þar sem ég hef alltaf talist fremur skynsöm.

 

Það virðist vera mikill sannleikur að þegar lítill steinn fer af stað getur hann valdið skriðu. Þegar ég ákvað,núna í desember, að taka mér frí og skipuleggja mig betur þá virðist það hafa komið einhverskonar keðjuverkun af stað. Núna á ég íbúð í Reykjavík, er komin með draumavinnuna og pening til að kaupa mér ný tæki og tól til að vinna að tónlistinni. Ég er líka mun nærri því, tilfinningalega, að vera tilbúin fyrir háskólann.

 

 

Þetta er einhverskonar dæmisaga sem segir sig sjálf, ef þú kemur einhverju litlu af stað, gerir eitthvað fyrir sjálfan þig þá oft koma góðir hlutir í kjölfarið. Mikið af þessu er líklega af völdum breytingar í hugarfari mínu. Það að taka mér smá frí gerði mig bjartsýnariog afslappaðir og í leiðinni tilbúnari til að taka á móti þessum gjöfum án þess að hugsa um "the catch" ef svo má segja og íhuga málin of lengi eða mikið.

 

Ég er allavega hæst ánægð og ætla mér að halda áfram að vera það.

 

Ég vil taka pínu pláss frá hér til að segja nokkur orð um hana Öllu frænku mína, var að fá að heyra í dag að hún væri dáin, ég á eftir að sakna hennar eins og svo margir aðrir, þó ég hafi ekki verið nógu duglega að heimsækja hana. Alla var góð og yndislega hress kona og hún lét ekki nokkurn skapaðan hlut klekja á sér. Samhryggist öllum sem þekktu hana og misstu.

 

Kveðja að sinni.

Chocolate Blonde.


Mad Man's Walk

 

Stundum langar manni bara til þess að segja "I told you so". I þessu tilfelli hef ég áunnið mér rétt til þess. Þeir sem höfðu "áhyggjur" af því að ég væri ekki að gera neitt og ætti ekki neitt etc. Þá er ég nú komin með vinnu hjá ÍTR (sem þýðir að ég fæ líka frítt í sund og í fjölskyldu-og húsdýragarðinn ;) hahaha) Og verð að vinna á frístundaheimili Langholtsskóla með 6-9 ára krökkum, og það vinir mínir er ekki bara "einhver vinna" sem maður grípur hendi næst, heldur nákvæmlega sú vinna sem ég vildi takk fyrir takk.

Ég er líka búin að fá kauptilboð samþykkt fyrir glænýrri íbúð í Reykjavík og er að ganga frá greiðslumati svo ég geti lokið þessum blessuðu kaupum. Íbúðin er afhent 1. sept og ég byrja að vinna þann 3ja. All is good.

 Stundum þarf maður bara að gera hlutina eftir eigin höfði þó að fólki líki það ekki og sé hrætt við það, ef maður gerir það ekki þá gerast heldur ekki frábærir hlutir, þá endar maður uppi með líf allra hinna en ekki sitt eigið.

Jæja ég er hætt að predika í bili, ég ætla að halda áfram að krossa puttana þar til 3.september þá verður vonandi allt búið að ganga eftir og ég verð komin suður í nýju flottu íbúðina mína að halda rosalegt innflutningspartí. :D :D :D 

 

Bara svo að allt sé crystal clear þá er ég á Akureyri núna, kom heim í gærnótt og verð hér þartil ég flyt 1. sept.

Sjáumst í hringi.

Alex the Cocholate Blonde with power.


I Put A Spell On You...

Because you're mine... :)

 

Ég ELSKA Ninu Simone. Hún er æðisleg og þvílíka röddin, I wish I could sing like that.

En já, leitin að hinni fullkomnu íbúð gengur hægt fyrir sig. Una ætlar að leigja herbergi hjá mér og það virðist sem flest aukaherbergi séu á stærð við kartöflugeymslu, hún gæti í mesta lagi troðið rúminu sínu þar og þá yrði ekkert gólfpláss eftir. En ég er alvarlega að hugsa um að hætta að blogga alltogether. Ég veit að fleiri en Sandra mín skoða þetta en það nennir enginn að kommenta...nema einhver sem ég þekki ekki, hver sem þú ert...eh...takk fyrir það. 

Mamma og Aníta fóru til Soffíu að borða áðan, ætluðu að panta pizzu en ég var svo þreitt að ég nennti ekki með þeim og svaf bara í tvo tíma, skellti mér svo í sturtu og er bara búin að hanga í tölvunni síðan að njóta þess að vera barn-laus í orðsins fyllstu merkingu. Er búin að ofkeyra youtube við að skoða Harry Belafonte myndbönd og Nina Simone og Renato Zero og líka Joaquín Sabina ofl. Ósiðlega gaman að geta náð í allt sem maður þarf á netinu.

Ég hef bara ekkert meira að segja í bili jú reyndar, takk fyrir símtalið Marta mín það var rosalega gaman að heyra í þér og ég er leið að ég missti af djammfílingnum þínum :o/

 

Love from the ice-ghetto.

Choccie Blonde.


Well hello Ms. Daisy!

Jæja, það er bara ekkert verið að kommenta hjá manni, svo eru allir að kvarta um að ÉG kommenti ekki, sem er alltaf síkommentandi, iss...þið eruð nú lélegasta pakk. ;)

Ég er að fara að kaupa mér íbúð í Reykjavík og hana nú.

Ég fer annaðhvort í næstu viku eða vikunni þar á eftir til að leita mér að íbúð og fara í einhver atvinnu viðtöl, svo í lok ágúst er ég FARIN. Out of here. Finito. All over. Gone. Byebye...ciao etc.

Ég ætla samt að nota eins mikið af ágústmánuði og ég get til að komast á hestbak og er ég alls ekki búin að vera nógu dugleg við það þó ég hafi verið mun duglegri en oft áður. MUN duglegri. Þeir eru bara svo stutt á járnum og ég er alltaf annaðhvort lasin eða upptekin eða lööööt ;) Ég var samt minnst löt í ár, miklu oftar lasin eða upptekin. Dreif mig á bak eins oft og ég komst nema einu sinni. Þá var ég löt.

Bið Alla afsökunar sem ekki hafa heyrt í mér lengi. I suck and I know it. Ég er bara ekkert að pæla í því að vera eitthvað að hringja í fólk til að segja því að ég sé veik, svo svara ég yfirleitt ekki í símann þegar ég er með 40 stiga hita heldur móki ég bara í rúminu og reyni að sofa það af mér, milli þess sem ég drekk óhugnarlegt magn af vatni. Enda léttist ég bókstaflega um 2.5 kíló á einum degi þegar verst var, nú er ég öll að hressast og vona að ég verði orðin góð fyrir helgina því þá er golfmót ættarinnar minnar og eftir það er grill sem ég ætla að mæta í þó að ég sé alls enginn golfari í mér.

 

Allavega, nóg raus í bili.

 

COMMENT BITCHES....COMMENT OR THOU SHALT PERISH!!!!!!!

;)

ta, choc blonde.


Life...and we are in it

 

 

 

Life is weird. Who invented it?! Ehh ok that was a stupid question but hell, I just don't know what's going on anymore. Is there something more out there than just this, what we're all doing? I mean who really believes that? Is it even healthy to want more? Sometimes I think we're just setting ourselves up for failure. Maybe it's better just not to do anything or want anything but then again, what would that leave you with? What kind of choices could you make, what kind of life could you build if you never let yourself want more or believe that there's something waiting behind the next bend? I don't know. Maybe this is stuff best left to philosophy but it's safe to say that at 9:00 AM, having been awake for three hours already, I am a philospher.

Just wanted to share these glum thoughts with no one and everyone. If someone has the answer do please comment. It's always nice to be in on the grand sceme of things ;)

 

Ta , Chocolate Blonde.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Il Mio Quinto Senso e Mezzo

Höfundur

Valdís Alexía Cagnetti
Valdís Alexía Cagnetti
I am the perfect bastard

Bækur

Bækur

Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.

  • Bók: Brennu-Njáls Saga
    ...: Brennu-Njáls Saga
    Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
    *****
  • Bók: The Three Musketeers
    Alexandre Dumas: The Three Musketeers
    Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
    *****
  • Bók: Kristnihald Undir Jökli
    Haldór Laxness: Kristnihald Undir Jökli
    Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
    *****
  • Bók: Like the Flowing River
    Paulo Coelho: Like the Flowing River
    Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
    *****
  • Bók: The Picture of Dorian Grey
    Oscar Wilde: The Picture of Dorian Grey
    Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
    *****

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Spurt er

Hvernig ertu?

Fólk

Vinir mínir

Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!

Ég á öðrum bloggum

Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlist

Video

  • Christina D'Avena - KOR - Sigla-Johnny è quasi magia
    La sigla che ti da i brividi. KOR was so one of my many favorites back in the day and this is the beautiful theme song that I loved when I was itty bitty and it still stays with me as a gazillion other italian kids.
    *****


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband