Færsluflokkur: Bloggar

Ekkert nema endalaus gleði...

 

 

Jæja, þá verða allir að kaupa moggann á fimtudaginnn. Af hverju? Af því það verður mynd af mér og Unu í honum...af hverju? Af því að það var viðtal við okkur út af innkaup.net!

 

Já svona er þetta, maður bara orðinn frægur, eða þannig sko. Í dag fengum við svo nafnspjöldin úr prentun og allt í  góðu þar, hins vegar vildi ég að þetta færi að skila af sér einhverjum almennilegum peningum, því annars er ekki víst að maður geti verið í þessu einu og sér mikið lengur.

 

Á Mánudaginn næsta þarf ég nenfilega að funda á Borgum og...ja...borga. Af því að þeir ætla sér að vera búnir að laga allt í íbúðinni minni fyrir þann tíma og þar sem ég hef lifað á loftinu einu saman seinustu hmm... 6 mánuðina, þá er einfaldast að segja að það vantar svolítið uppá þá upphæð sem ég á að láta þá hafa. Því verður samt kippt í liðinn á morgunn, það verður ekki fjötur um fót manni neitt lengi, en það gæti farið svo að ég þurfi að minnka vinnuna fyrir innkaup.net til að koma til móts við fjárhagslegar þarfir mínar og fá mér eitthvað hlutastarf á móti.

 

Ég hef þegar sótt um eitt tímabundið starf, en hef ekki heyrt meira frá þeim þannig ég veit ekki hvernig það á eftir að fara. Vonandi sé ég eitthvað fleira sem ég get gert samhliða innkaupum, svo maður þurfi ekki að fara í neitt skuldafen (ég hef hingað til getað haldið mig nokkuð utan við allt þesslags).  En á meðan þetta er að ganga upp þá er ég ánægð og ég veit ekki af hverju en ég er svo MIKLU MIKLU MIKLU minna stressuð en ég var þegar ég var í öruggri vinnu með ágætis launum. Mér finnst æðislega gaman í vinnunni þar sem þetta er frábærlega skapandi og fjölhæft starf.

 

Í þessari viku vinnum við hörðum höndum að því markmiði að opna MMP síðuna, eftir það munum við nefnilega starta nýjum innflutning til landsins og það á eftir að ganga mjög smooth, því yfirmaðurinn okkar er nefnilega vel kunnug innflutningsgeiranum og hefur áður átt og rekið fyrirtæki af því taginu.

 

Við erum líka búin að fá leyfi fyrir afnotum á eldhúsi fyrir Baxter og þá þurfum við bara að fá framleiðslu- og söluleyfi, það eru mismunandi skoðanir á því hversu erfitt það á eftir að reynast.

 

Annað í fréttum er svo sem ekkert, ég fór í smá road-trip með Unu og hennar familíu seinustu helgi, fór á fjölskylduhelgi á Blkönduósi með þeim, það var æðislega gaman and I ruled the cool when it came to bowling on the Wii computer thingy...I just rock. ;) hehe grín.  Svo var auðvitað 17. júní þar áður og ég, Una og Orlyn fórum í smá leiðangur að leita að góðri tónlist. Eitthvað var lítið um svoleiðis þannig að við keyptum okkur ís og candy floss og hlustuðum bara á lélega tónlist í staðinn. En það var samt gaman að komast aðeins út og hrista af sér slenið. Nú bíð ég bara spennt og sé til hvernig þetta gengur allt hjá okkur, þetta er komið á það stig að nú má búast við að þetta fari að ganga upp. Ég hef alltaf sagt að þetta eigi eftir að taka sinn tíma, en ég held barasta að sá tími sé bara kominn. :) :) :)

 Jæja knúsulíusarnir mínir, verið glöð og sæl og rjóð í kinnum með blik í augum og allt það (einstaklega krípí setning), ég er farin að gera eitthvað viturt.

 

Ta, Choc Blonde Alex. 

 


Blogg blogg bloggedíblogg!

Jæja, þá er enn og aftur komið að smávegis uppfærslum og gaman.

 

Ég er mað MJÖG góða afsökun fyrir því að hafa ekki bloggað í gærkvöldi. Ég er nenfilega drullulasin og var með 39.5 stiga hita í gær, aðeins búið að skána í dag samt en mér líður eins og tusku sem búið er að vinda aðeins of mikið.

 

Ok on to better news. Í gær sendi ég prófskírteinið mitt til Háskóla Íslands og í dag sótti ég svo um. YAY for me! Vonum bara að ég komist í skóla í haust vúhú.

 

Seinasta sunnudag klifum ég og Una Esjuna, það var rosalegt, sérstaklega þar sem ég er pínulítið lofthrædd...bara þegar ég er á leiðinni niður samt því þá sér maður alveg hvað þetta er hátt. En mér tókst að fara upp og niður og það var bara nokkuð gaman, get samt ekki lýst hversu mikla strengi ég fékk dagin eftir, þetta var mikil þrekraun.

 

Ég á að passa Elí þessa vikuna en veit bara ekki alveg hvernig það á eftir að fara fyrst ég er svona mikið lasin, það er ógeðslegt bara að reyna að halda höfði, en mér leiddist svo mikið að ég varð að finna mér eitthvað að gera. Svo er ég ekki búin að borða síðan í hádeginu í gær nema einn ís í nótt til að kæla mig niður...get eiginlega ekki hugsað mér að borða. 

 

Í öðrum fréttum þá voru mamma og Ómar að kaupa sér hund, hún er æðislega sætur dverg-schnauzer og heitir Perla, Aníta elskar nýja hvolpinn sinn og það er víst mikið fjör þar á bæ.  En ég ætla að reyna að koma norður í næstu viku ef ég verð orðin almennilega hress...ég býst samt alveg við því þannig að Akureyringar búist við mér...en ég á samt ekki krónu til að eyða þannig það verður ekki djammað eða neitt.

 

Knús og kossar.

 

Choccie blonde going to college. 


Komið að því

Já það er komið að því að ég tjái mig enn og aftur.

Svo að allir viti það og um það sé enginn vafi þá gengur enn frekar hægt að koma bisnessnum á koppinn, en þetta eru allt svona praktísk vandamál sem við VITUM hvernig á að leysa en höfum ekki endilega getu til þess eins og stendur, þannig þetta á eftir að taka.., ég segi það enn og aftur, sinn tíma. 

 

Í dag er ég svolítið að vinna í þessu á eigin spýtum, búin að finna nokkra kontakta sem gætu hjálpað til með að bera fréttirnar í einn markhópinn enn, en það kemur bara allt í ljós. Mér finnst einhvern vegin mikilvægt að vera alltaf á verði og alltaf í vinnunni þannig ég fæ gríðarlegt samviskubit þegar ég er ekki að vinna 24/7 af því að velgengni fyrirtækisnis byggist nánast einungis á því hversu mikið við gerum fyrir það, hvað VIÐ látum þetta ganga vel upp. Það er frekar risavaxin byrði þegar út í það er hugsað...sem ég geri næstum hverja einustu stund. En mér finnst þetta líka skemtilegasta og mest spennandi vinna sem ég hef nokkurtíman unnið svo ég vona meira en nokkuð annað að þetta fari að hafast allt saman.

 

 

Afi minn skrifaði mér um daginn, hann og amma eru víst að verða heyrnalaus...ekki vildi ég vera viðstödd þegar þau tala saman, nóg var gargað þegar heyrnin var enn til staða. Nei ljótt, það má ekki grínast svona með gamla fólkið, þau taka þessu samt frekar vel og eru lögst í ferðalög. Þau skreppa reglulega til Cannes og Assisi og svo fóru þau í einhverja einkaþotu-ferð með bróður hans afa eitthvert...Guð einn veit hvert, hann er svo mikill ævintýramaður að það er aldrei að vita hvert hann dregur gömlu hjónin.

 

Ég er mikið að pæla í hvað þróun netsins hefur verið mér góð. Ég skrifa afa og ömmu mun oftar en ég hefði nokkurntíman gert þegar þurfti að handskrifa og ég tala liggur við daglega við Söruh frænku, hún var nú dugleg að skrifa mér í den en eftir við urðum eldri slitnaði sambandið svolítið þar til hún fór að láta sjá sig á msn. Mér er oft hugsað til þess hversu auðveldara hefði verið að halda sambandi við pabba ef ég hefði geta talað við hann daglega á msn. Man samt eftir einhverju forláta i-chat dóti sem hann lét mig prófa þegar ég var svona 12-13 ára, en það einhvern vegin hvarf úr myndinni.  

 

Það leiðir hugann að öðru verkefni sem ég er búin að vera með í fórum mínum lengi, bókin hans pabba...mig langar svo innilega til að gefa hana út, ég bara hef ekki hugmynd um hvernig ég á að snúa mér í þeim málum. Helst vildi ég gefa hana út úti á Ítalíu og hér á Íslandi en þá þarf ég þýðanda og svo segir mér hugur að þeir séu ekki endilega ódýrustu fyrirbæri sem finnast. Ég veit ekki alveg hvernig það á eftir að fara en ég er viss um að ég geri þetta fyrir hann einn daginn.

 

Í öðrum fréttum er ekki neitt svosem, ég og Una sátum yfir sjónvarpinu í gær með ruslfæði stráðu samviskusamlega um allt borð, horfðum á 3 Johnny Depp myndir og svo auðvitað á Top Gear og Boston Legal. Í dag hafði ég svo samband við trygginga kallinn minn af því að Vís gerði mér nýtt tilboð...þau vilja víst ekki missa mig til Varðar, skiljanlegt það.

 

Þetta var frekar róleg helgi miðað við Eurovision og læti sem hefðu eiginlega átt að fylgja því, en ég er ekkert að kvarta, mig er farið að langa norður í sumarfríið mitt sem ég á inni hvernær sem ég vil taka það út...er bara ekki alveg með á hreinu hvenær hentar mér best...skoða þetta allt á næstu dögum.

 

...Og já, svo er það bara að sækja um í háskólanum, minns ætlar að skella sér í sálfræði sé það ekki að verða of seint. Ég er alltaf með allt á seinustu stundu...svona er ég bara, en Sarah sannfærði mig um að sálfræðin sé skemmtileg og ef henni getur fundist það þá hlýt ég að geta fundið það hjá mér líka þar sem ég hef haft áhuga á þessu fagi frá því ég var krakki. :) 

 

Kveðjur allt í kring

 

p.s. ég heimta enn minnst 4 komment og ég lét það slæda seinast en komment frá MÉR sjálfri eru AUÐVITAÐ EKKI GILD. Ég meina...annars gæti ég bara gefið sjálfri mér 4 komment and get it over with og HVAR er gamanið í því?  

 

ta, Alex. Cool

   

 


Peningar vaxa á trjám...

Jæja, þá eru víst komin fjögur komment, en ég vil bara minna ykkur á það að þetta er regla núna. Það verður bara ekki bloggað fyrr en ég fæ a.m.k. fjögur komment. :)

 

Þannig standa málin hjá innkaup.net að við erum að hugsa um ýmsar auglýsingaleiðir og erum t.d. búin að fá auglýsingapláss á síðu hjá öðru fyrirtæki, ýmis plön eru í gangi en það má kannski ekki gefa of mikið upp á netinu before the eyes of all. Við skulum bara segja að við erum að athuga með leyfi fyrir svolitlu nýju á landinu sem verður örugglega vel tekið á móti ef það kemst í gang. 

 

Við erum komnar með 1 fastan viðskiptavin sem verður allavega út mánuðinn hjá innkaup.net. Yay for that. Annars er ekki neitt svaðalegt að gera frekar en venjulega þar sem það vita ekki ennþá margir af þessu. En ég held þetta sé nú aðeins að fara að catch on, it will be in full swing after we make final commercial arrangements, eða því trúi ég allavega.

 

Það eru sem sagt tvær nýjar greinar að fara í gang hjá MMP ehf og ég hlakka ekkert smá til, það virðist samt ætla að ganga eitthvað hægt að fullklára síðurnar en greyið gaurinn sem ætlaði að sjá um þetta er búinn að vera fárveikur.

 

Annað sem er í fréttum er að í kvöld fór ég á Ladda  :)  þetta hlýtur að vera fyndnasta sýning ever og það er ótrúlega langt síðan ég hef farið í leikhús þannig þetta var barasta æði.

 

Svo rigndi peningum yfir okkur Unu í dag, ég fékk fimmþúsundkall og Una komst yfir 11.000 kr á mjög hipsumhaps hátt, fann nokkra þúsundkalla í veski og úlpuvasa og svoleiðis. And then people say that money doesn't grow on trees.

 

Allt í allt var þetta góður dagur og ég býst sterkt við því að það haldi áfram að vera gott. Á mánudaginn sækji ég svo orlofið mitt og þá get ég LOKSINS skipt um dekk á Bingo sem er orðin hálf sorgleg sjón að sjá með formúludekkin sín ;) 

 

Choccie blond out

 

P.s. (post scriptum, ekki Pési) Me so happy!

Jahá...

Jámm, ég held ég geri það að reglu að blogga ekki fyrr en ég er búin að fá a.m.k 4 komment takk fyrir. Það er hundleiðinlegt að halda úti bloggi til einskins, fyrir utan að ég er ekki alveg að fíla þetta blogg hérna af einhverjum ástæðum. But that's beside the point.

 

Það sem hefur gerst so far:

 

www.innkaup.net er tilbúið og komið í gang, við eigum eftir að setja upp örlítið meira extensive auglýsinga herferð þar sem við höfum lítið sem ekkert auglýst eins og stendur. Um leið og þetta er farið að rúlla er næsta skref...Snyrtivörurnar, jamm af því að við erum að fara að flytja inn þannig við þurfum að ganga frá samningum etc. En þetta er allt á réttri leið hægt og rólega.  

 

Það eina sem vantar as per usually eru peningar...en það eru ýmsar reddingar í gangi og ég hef hingað til haldið mér frá því að lenda í skuld þannig ég er að vona að fyrirtækið fari að græða mikið mikið mjög fljótlega, það er svolítið erfitt að fá sér vinnu meðfram þessu fyrst þetta er komið í gang af því að maður þarf alltaf að vera tiltækur og stökkva til og ganga í allt bara eins og stendur, en það breytist líka um leið og þetta fer að rúlla og við höfum efni á að ráða meira fólk og svona.

 

Hvað örðu líður þá er ég komin með regular workout plan aftur og það hentar mér mjög vel, er aðeins byrjuð að synda aftur líka en ekki daglega samt eins og áður af því að mér líkar ekki vel að lykta eins og klór :( Ég fékk ryksugu og það er bara gott þar sem ég get loksins losað mig við nokkur kg af kattarhárum sem hafa hangið í íbúðinni minni seinustu 3-4 mánuði *jukk* og svo gaf elsku Harpa mér heimasíma í afmælisgjöf þannig minns er bara vel sáttur. TAKK ELSKAN MÍN OG FARÐU SVO AÐ HRINGJA Í MIG...ÉG VEIT EKKERT HVORT SÍMINN ÞINN SÉ TENGDUR!!!!!

 

Seinasta miðvikud. komu mamma, Ómar og títan mín littla í heimsókn og það var mikið stuð, amma var með í för en það vildi svo illa til að hún varð sárlasin á leiðinni heim og varð til þess að hún fór beint upp á spítala en á víst að losna á morgun.  Þetta var náttúrulega extra ömurlegt af því að hún átti afmæli og eyddi deginum á spítala :(

 

Jæja, ég hef ekkert að segja meira nema að ég fer líklega bráðum að senda inn umsókn hjá háskólanum og að það verður líklega enn frekar langt í að ég komist eitthvað norður...which sucks cause I miss Akureyri a lot...a LOT!!!!!!! En jámm svona er þetta.

 

Heyrumst næst eftir minnst 4 komment! 

toots, choccie blonde. 


Nauðsyn þess að vera bjartsýnn.

 

Það er enginn að fara að saka mig um of mikla bjartsýni, oftast hef ég frekar verið talin svartsýn.  Einhvern vegin kemst ég samt alltaf nær og nær þeim sannleika að svartsýnin er ekki alltaf besta meðalið. Sumir segja að þeir sem séu svartsýnir leggi ósjálfrátt meira á sig til að ná markmiðum sínum af því að þeir búist við því að hlutirnir fari ekki eftir þeirra höfði og viti að þeir þurfi því að leggja meira á sig. Ég held að þetta sé ekki endilega rétt. Svartsýnt fólk er einmitt oft svo visst um að því muni mistakast að það leggur ekki upp í að gera það sem það vill gera. Þannig missir maður oft af einhverju mjög góðu í lífinu.  Stundum borgar það sig að vera ekki með neitt miklar væntingar, en það getur á hinn bóginn líka eyðilagt fyrir manni...hvað er lífið ef manni hlakkar aldrei til neins og býst ávall við því að eitthvað skelfilegt dynji á manni? Og hvers virði er það að lifa alltaf í þeirri fullvissu að ekkert muni ganga eftir þínu höfði? 

 

Stundum gerast góðir hlutir, meira að segja þegar við búumst ekki við þeim, maður verður að læra að taka lífinu eins og það er. Við erum öll vond og við erum öll góð, það sama gildir um lífsreynslu okkar...allir hafa upplifað eitthvað óþægilegt, sorglegt, leiðinlegt og erfitt. Það hafa líka allir einhverntíman upplifað það að hlæja, líða vel, finnast eitthvað fallegt og þar eftir götunum. Við getum í rauninni hvorki ætlast til þess að allt verði gott né að allt verði slæmt þannig að það er til lítils að ætla sér að reyna að segja til um framtíðina. Best er að reyna að gleðjast yfir því sem maður hefur í núinu og láta hverjum degi nægja sína þjáningu.

 

Auðveldara sagt en gert...en ég trúi að það SÉ HÆGT. :)  


Nothing New

Jæja þá er komið að því, tími til að láta vita af sér svo fólk haldi ekki að ég sé dauð.

 

Þannig er mál með vexti að ég er búin að vera með kvef (eins og margir vita) frá því í semptember og á seinustu tveim vikum bættist ferkar óþægilegur hósti ofan á þannig ég ákvað að vera bara heima og reyna að ná mér. Það gekk reyndar ekkert of vel þannig ég skrapp til læknis á mánudeginum og hann gaf mér einhver sýklalyf sem ég mun vera að taka þangað til á Föstudag. Ef það virkar ekki þá bara veit ég ekki alveg hvað annað ég get gert. Hann tók það allavega skírt fram við mig að það væri í raun læknisfræðilega ómögulegt að vera með kvef í 5 mánuði. Ég er sammála, and yet here we are.

 

Ef einhver í heiminum veit það ekki þá er ég með P.A.M.M (Parle A Ma Main) með "Christelle" Bazooka og Yelle á heilanum og það skiptir ekki máli að það er á frönsku I still find it hilarious. :)  Þeir sem vilja sjá hvað ég er að tala um geta bara drullast á youtube...hehe ;)

 

Allir sem hafa áhuga á að skoða myndir frá mér eru beðnir um að fá sér myspace, bara pronto ef þið eruð ekki með svoleiðis, af því að mér finnst auðveldast að setja myndirnar upp þar og ég nenni ekki að setja þær upp hér...eina í einu. Annars verðið þið bara að vera Alexíu-mynda-laus. 

 

Kannski verður þetta blogg ekki eins sundurlaust ef ég segi frá því sem hefur drifið á daga mína svona undanfarnar 2 vikur.

 

24-31 Jan: Mikið um chill og eftirvæntingu vegna skemtilegs sjónvarpsefnis sem væntanlegt var í feb. Afmælið hans Orlyn, ég og Una elduðum handa honum og allt ;)  Enn ein klassísk kvikmynd var strikuð út af "Must see" listanum okkar Unu auk þess sem við skruppum á Listasafn Íslands og kíktum á Kristján Davíðsson sem var mjög gaman og braut vel upp rútínuna. Einnig fórum við að skoða hvolpa sem var ÆÐISLEGT...I love puppies.  Eitthvað var um tilraunir í eldhúsinu auk þess sem mér tókst að synda á hverjum degi og fara tvisvar í "ræktina" heima hjá Unu. Svo fórum ég og Una á skauta og ég staulaðist við grind eins og gömul kelling en það var æðislega gaman, við ákváðum þó að fara ekki aftur fyrr en við höfum eignast okkar eigin skauta því þessir ógeðslegu hörðu plastskautar þarna eru bara ekki alveg að gera sig. Nokkrir rúntar voru teknir í kringlunni og smáralindinni þar sem mér tókst að eyða 7000kr. gjafabréfi frá gömlu vinunni minni og keypti mér fyrir það 3 geggjað flotta boli auk þess sem ég fékk mér sundbol ofl. 

 

1-7 Feb: Hanga heima lasin, snúa sólahringnum á hvolf, horfa á alla St.Tail þættina á netinu nema seinustu 4 sem ég er að geyma mér aðeins svo ég verði ekki geðbiluð.  Horfa óheilsusamlega mikið á BBC Food og Zone Club sem er frekar leiðinleg stöð btw. Reyna að ala upp köttinn minn en það gengur ekki alveg upp. Fara í saltkjöt og Baunir til Mömmu hennar Unu sem var ROSALEGA gott...nammi namm. Hanga á netinu allar nætur. Leita að vinnu, sækja um vinnu. Finna ekki vinnu...allavega ennþá. Vera eiginelga alveg sama. Reyna að skrifa eitthvað, leita að þýðanada fyrir sögurnar hanns pabba...hafa ekki hugmynd um hvernig ég eigi að snúa mér í þeim málum. Langa geggjað mikið til að gefa þessa blessuðu bók hans út. Hugsa um Háskólann, skelfast. Hósta allt of mikið. Fara út að borða á T.G.I með Elínu og Unu og  á Sweeney Todd eftir á ...love it...love it very much. Vera nokkurn vegin sátt við tilveruna nema væri til í að hætta að hósta svo ég komist í sund fljótt aftur. 

 

Jamm, held þetta sé bara allt. Meira hefur bara alls ekki verið að gerast hjá mér núna undan farið enda ekki nema von þegar maður er lasinn, ekki í vinnu og flestir sem maður þekkir eru annarsstaðar í heiminum. Langar bara til að segja hæ við eftirfarandi ef þið lesið ennþá bloggið mitt...: Mamma, Soffía, Una, Marta, Ingi, Harpa og Sandra...en ég veit þó alveg að Sandra les bloggið mitt :D og ja...Una hefur enga þörf fyrir það því ég sé hana næstum daglega.  

 

Knús til ykkar allra því ég sakna ykkar :D :D :D (too happy?)

 

Ta, Chocolate Blondie. 


Nýtt ár og sama sagan

 

 

Jæja, þá er bara komið nýtt ár og ég atvinnulaus enn á ný, enda er það mitt hobbý að vinna ekki. Nú styttist í að ég prófi að skella mér í Háskólann...brrr...hlakka ekkert of mikið til, en allavega þarf ég ekki að vinna á meðan...vonandi. 

 

 

 

Janúar verður líklega bara frí mánuður hjá mér og febrúar eitthvað svipaður þar sem ég er að plana u.þ.b. 2gja vikna ferð til Californiu í Febrúar með Unu minni þar sem ætlunin er að leigja bíl og keyra frá San Francisco til San Diego og gera nokkur stutt stopp á leiðinni. Hlakka of mikið til og er búin að vinna að planinu baki brotnu með Unu til að reyna að láta þetta allt ganga upp.

 

 

 

Í lok febrúar og mars þarf ég að öllum líkindum að vera að vinna og þá er spurningin bara hvar? Svo ætla ég til London á afmælinu mínu þó að ég þurfi að gera myrka og skelfilega hluti til að komast þangað! Maí, Júní, Júlí, Ágúst verða allavega að einvherju leiti frí-mánuðir, kannski maður næli sér bara í einhverja easy-sumarvinnu sé til bara. Svo held ég að sé kominn tími á skóla. Þetta er búið að vera ágætt frí og eitthvað sem ég þurfti mjög svo mikið að gera af því ég var að verða þunglynd og geðbiluð á því að hanga í skóla og sjaldan hef ég fengið svona kröftugan skólaleiða fyrr.

 

 

 

Þetta er svona gróft plan af framtíðinni en einhver gáfaður sagði víst að maður gæti ekki vitað hvað framtíðin bæri í skauti sér og ég ætla að trúa honum. Eitthvað segir mér samt að þetta verði ágætt ár og næsta ár á eftir getur bara verið enn betra. :) 

 

 

 

Hvaða áramótaheit voru strengd hjá ykkur? Ég strengdi bara eitt og það var að sjá betur um heilsuna mína, nógu víðtækt, en þýðir aðallega að ég ætla loksins að drífa mig til allra þessara lækna sem ég þarf til.

 

 

 

Jæja, kominn tími á svefn hjá mér, er að reyna að hætta þessum löngu andvökunóttum. 

 

 

 

 

 

kv. Alex the Chocolate Blonde. 


Jóla-brjál-æði

 

 

Booyah! Bara ein vika eftir af vinnu, svo held ég staffa-partý og daginn eftir vakna ég, pakka og flýg timbruð til Akureyrar...lucky me að ég er venjulega ekkert svo timbruð. Yay yay yay!!!!!!! Hlakka svo til að sjá Hörpu og Söndru og Inga og já...fjölskyldu mína! Sérstaklega Anítu Þöll krúsidúllu :D

 

Í dag var geggjað rólegur dagur, það voru bara fjórir krakkar mest allan tímann af því að það var stormur og það var viðvörun frá lögreglunni að það ætti að halda börnum heima. Ég var skíthrædd að keyra í vinnuna en það hafðist án þess að ég lenti í bílslysi eða fengi fljúgandi þakhellur gegnum rúðurnar.

 

Allavega vona ég að þessi stormur fari að hætta svo maður geti klárað Jólagjafa innkaup og vesen áður en ég kem norður...mig langar sko ekkert til að versla norðlenska afganga í jólagjöf handa fólkinu mínu.

 

Ég er að verða búin að ákveða hvað ég ætla að gefa öllum og þá á ég bara eftir að kaupa nokkrar gjafir. er þegar búin með sex gjafir. En það er ekki nóg með að ég þurfi að kaupa jólagjafir, ég þarf að kaupa ÞRJÁR afmælisgjafir líka. Eða eru þær fleiri...fjórar? Fimm? Þekki of marga sem eiga afmæli í desember. Hæst ber þó móðir min sem á afmæli 24.des og svo systir mín sem á afmæli 26.des. Ég hef alltaf verið blönk í desember...það er ekki verið að sýna tillitsemi þegar börn eru getin.

 

Allir sem óskuðu eftir því hafa nú fengið "óskalistann" minn, hann er nú ekert gríðarlega langur...nema hvað varðar bækur og geisladiska. Annað en það er bara afskaplega fátt sem ég vill. Þið hin verðið bara að finna upp á einhverju sniðugu...nú eða sleppa því að gefa mér eitthvað...það væri vel þegið, ég á of mikið af dóti sem ég kem hvergi fyrir lengur...þarf að fara að leigja mér geymslu undir þetta alltsaman!!!!

 

Ef þið viljið gefa mér hint um hvað þið viljið í jólagjöf megið þið notast við kommentakerfið hérna, ekki vera of subtile...I don't get subtile hints ;)

 

Annað en það þá eru 10 days, 0 hours, 58 minutes og 36 seconds til Jóla þegar ég skrifa þetta.

 

Verið hress, fáið ykkur jólaöl...étið. :D :D :D

 

Toots, Choc Blondie.  


Ranting through the night...

Yes, please, scold me...I'm bad. Because out of the fusion of languages I know how to speak and write I favor English so painfully obviously. Haha. Once and again...albeit a tad shakily, with some mis-spellings and same sucky punctuation, I have chosen to express my whiny inner self this way.

 

So what is the rant-de-jour?

 

Well first off...I'M SICK....yes...I have a fever that prevents me from sleeping, which in turn gives me a higher fever. I've had a stupid common cold for almost two months now and that means I have to go see a doctor. I don't particularly trust doctors, they've screwed me over in so many ways in the past that I shudder at the tought. The ones who HAVEN'T screwed me over are the ones who repeptititvely tell me "Lets wait and see"...now what the heck kinda medical advise is that? Wait and see until what? The problem cures itself? The patient spontaneously combusts? I quit whining about what's wrong with me?

 

 

 I have to hand it to them though, they've never accused me of being paranoid or imagining that I'm in pain. I guess those times I've been rushed to the hospital because of my stomach, my pain has been too obvious to deny it. Still all they can come up with is starving me for one day and giving me a drip. Which basically just fucks with my mood, I get moody when I don't eat. Then they send me home, mumble something about "vague test results" and "being in touch if the problem persists" and tell me to take more painkillers. I'M ALREADY TAKING MORE THAN THE FUCKING LIMIT ALLOWS!!!!! 

 

Back to my current medical problem, the freaking cold that won't go away. I'm thinking some sort of sinus infection, ewww...but the last time I had a doctor come near my nose he ruined it. Now I have scarring inside my nose that cracks up and bleeds whenever the weather changes. Tell me that's not something you're supposed to get damages for? Well I'm too much of a wuss to check out what my rights are in that concern, specially since when I confronted the doctor about the problem he told me something about the bone growing in wrong. Well fuck that, I went for a second opinion to be sure and they told me it was fairly likely that the operation had been done wrong. Yay for that. Now I'm too scared to have it corrected.  Plus I'm not really sure what happened, well I am pretty sure but I don't trust myself and if I'm wrong that's a pretty big accusation to make so I'll just be sure to say openly...I AM NOT ACCUSING ANYONE OF MALPRACTICE...just saying what I suspect and what has been told to me by other professionals.

 

I have a very long love-hate relationship with doctors. More hate than love to be honest. When I was 3 years old I kicked a doctor who tried to look into my ear. Can you blame me? I had a freakin ear-infection and that man wants to pull my ear and stick some foreign object into it!! I was never much concerned about people's feelings back then...If for some reason I felt threatened or uncomfortable I'd kick, scream and hurt. These days I feel less comfortable with kicking doctors for their insensitive mistakes. I'd rather grit my teeth, smile and wave...just smile and wave.

 

That's that for now.

 

If you don't like it....don't wanna know, don't care.

 

Alex 


Næsta síða »

Um bloggið

Il Mio Quinto Senso e Mezzo

Höfundur

Valdís Alexía Cagnetti
Valdís Alexía Cagnetti
I am the perfect bastard

Bækur

Bækur

Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.

  • Bók: Brennu-Njáls Saga
    ...: Brennu-Njáls Saga
    Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
    *****
  • Bók: The Three Musketeers
    Alexandre Dumas: The Three Musketeers
    Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
    *****
  • Bók: Kristnihald Undir Jökli
    Haldór Laxness: Kristnihald Undir Jökli
    Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
    *****
  • Bók: Like the Flowing River
    Paulo Coelho: Like the Flowing River
    Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
    *****
  • Bók: The Picture of Dorian Grey
    Oscar Wilde: The Picture of Dorian Grey
    Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
    *****

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Spurt er

Hvernig ertu?

Fólk

Vinir mínir

Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!

Ég á öðrum bloggum

Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlist

Video

  • Christina D'Avena - KOR - Sigla-Johnny è quasi magia
    La sigla che ti da i brividi. KOR was so one of my many favorites back in the day and this is the beautiful theme song that I loved when I was itty bitty and it still stays with me as a gazillion other italian kids.
    *****


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband