Fljótandi tíminn

Hafið þið einhvern tíman hugsað út í það að þið eruð að eldast?

 

 

Ég er ekki að tala um barneignir, húslán, atvinnumöguleika, hrukkur, aukakíló eða neitt af þessu sem kemur fyrst upp í huga okkar, sem erum rétt um tvítugt, þegar talað er um að eldast.

 

 

Það sem ég er að tala um er eitthvað sem ég tek eftir þegar ég heimsækji gamla fólkið mitt í heimaþjónustunni. Það er nefnilega mikill munur á fólkinu sem þarf heimaþjónustu vegna veikinda eða andlegra kvilla og fólkinu sem þarf hana vegna þess að árin eru að færast yfir.

 

 

Gamla fólkið er sjaldan biturt, þetta er einhver sú alrangasta stereo-týpa sem ég hef kynnst. Ég veit ekki hvaðan fólk hefur þetta með gamlar nöldurkerlingar, vissulega er til ein og ein en aldraðar konur eru yfir höfuð fremur ljúfar og afar þolinmóðar.

 

 

Þolinmæðin er dyggð sem þessar manneskjur hafa þurft að temja sér. Það kemur stund í lífi hvers manns þegar hann áttar sig á því að hann getur ekki það sem hann gat áður. Það er, ef maður er svo heppin að lifa það lengi.

 

 

Það er ekki langt síðan að hér fyrir norðan var rosaleg hálka, ég labbaði á milli staða í vinnunni þann dag vegna þess að húsin mín voru öll í sama hverfinu. Ég skautaði um og blótaði hálkunni í sand og ösku og þegar að rok bættist ofan á þennan viðbjóð þá ætlaði ég alveg að missa mig.

 

 

Í fyrstu íbúðinni sem ég fór í bjó gömul kona, um leið og ég kom inn fór ég að tala um hálkuna úti og hvað mér þætti hún nú leiðinleg. Gamla konan kinkaði kolli og sagðist alveg sammála mér, hún hafði ekki komist út úr húsi í þrjá daga til þess að fara í búð af því að hún treysti sér ekki til þess að labba. Þetta þaggaði niður í mér, ekki fannst mér mjög við hæfi að kvarta við þessa konu þegar ég var með bíl neðar í götunni og gat svo sem farið hvert sem mér datt í hug. Ég lauk verki mínu, en ekki án þess að staldra við og spjalla, konan var hin indælasta og bauð mér mjólk og kex fyrir aðstoðina, sem ég þáði með þökkum.

 

 

Á stað númer tvö bjuggu hjón, þegar ég kom þar inn fór ég að tala um hálkuna, í þetta sinn passaði ég mig þó að kvarta ekki yfir því að þurfa að skauta á milli húsa. Þá kom í ljós að hjónin áttu bíl en höfðu ekki komist neitt vegna þess að það hafði snjóað svo á bílinn og hvorugt þeirra treysti sér til að sópa af honum og skafa í hálkunni.

 

 

Eftir hádegi fór ég í þriðja og seinasta húsið, það þarf ekki að orðlengja það neitt frekar, frúin þar sagðist hafa dottið í hálkunni þegar hún ætlaði út að athuga með póstinn og hafi legið þar í góðar 25 mín. áður en nokkur maður hjálpaði henni, það var hennar lukka að pósturinn hafði ekki verið kominn því það var einmitt sá blessaði kall sem kom að henni liggjandi þarna og gat aðstoðað hana við að komast inn til sín aftur, sem betur fer slasaðist hún ekki alvarlega.

 

 

 

Þessi atvik fengu mig til að hugsa, ekki um það að ég hefði ekki rétt til að kvarta undan hálku (hvurslags léleg skilaboð væru það í svona langri sögu?), heldur um það að við verðum gamalt fólk einn daginn, kemur að því. Ef við lifum svo lengi, þá vöknum við einn daginn og þorum ekki út þegar það er hált, þorum ekki að  sópa snjó af bílunum okkar, höldum okkur frekar inni vegna þess að það gæti farið illa og kannski verður enginn til þess að muna eftir okkur og aðstoða okkur þegar útaf ber.

 

 

 

Það er skammarlegt hvernig er farið með gamallt fólk í dag og þó að til séu góðir hlutir eins og heimaþjónustan í samfélaginu þá þarf að bæta um betur...miklu betur. Ef ekki fyrir fólkið sem er gamalt núna, þá er alltaf hægt að gera það af sjálfselskum ástæðum, eftir nokkur ár verðum þetta við sem kjögum um með göngugrindur og munum ekki hvort manneskjan sem er að tala við okkur sé barnið okkar eða barnabarn.

 

 

 

Á hverri  stundu sem líður verðum við eldri, seinasti hluti ævinnar á að geta verið friðsamur og ánægulegur. Fólk á að geta verið öruggt, verndað en samt frjálst svo að það geti lifað hamingjusamt á meðan lífið endist. Er það ekki þannig sem við viljum öll upplifa ævikveldið? Horfa á sólarlagið eftir lestur góðrar bókar með whiskey í annarri og vindil í hinni....eða svoleiðis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Il Mio Quinto Senso e Mezzo

Höfundur

Valdís Alexía Cagnetti
Valdís Alexía Cagnetti
I am the perfect bastard

Bækur

Bækur

Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.

  • Bók: Brennu-Njáls Saga
    ...: Brennu-Njáls Saga
    Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
    *****
  • Bók: The Three Musketeers
    Alexandre Dumas: The Three Musketeers
    Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
    *****
  • Bók: Kristnihald Undir Jökli
    Haldór Laxness: Kristnihald Undir Jökli
    Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
    *****
  • Bók: Like the Flowing River
    Paulo Coelho: Like the Flowing River
    Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
    *****
  • Bók: The Picture of Dorian Grey
    Oscar Wilde: The Picture of Dorian Grey
    Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
    *****

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Spurt er

Hvernig ertu?

Fólk

Vinir mínir

Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!

Ég á öðrum bloggum

Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlist

Video

  • Christina D'Avena - KOR - Sigla-Johnny è quasi magia
    La sigla che ti da i brividi. KOR was so one of my many favorites back in the day and this is the beautiful theme song that I loved when I was itty bitty and it still stays with me as a gazillion other italian kids.
    *****


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband