6.5.2007 | 16:16
Home Sweet Countryside
Er hægt að segja annað en að Akureyri sé sveit?
Alltaf þegar ég er búin að vera hérna lengi þá finnst mér þetta bara vera slatti stór bær og Reykjavík vera borg beyond a shadow of doubt. Svo fer ég til Rómar. You have to have seen Rome live to really understand, we're talking about what...4 cities all built on top of one another...everything is CHAOS, þegar maður kemur úr því og til Akureyrar þá er það eins og að stíga inn í friðsælan skóg þar sem ekki er sálu að finna.
Ég elska elska Söruh og Silviu ( Silvia er systir pabba og Sarah er dóttir hennar) Þær gefa mér vissan pabba-fíling...þær eru svoooo líkar honum í hugsun. Afi og amma eru alltaf jafn skrítin. Sarah var að reyna að útskýra fyrir Unu hversu skrítin þau eru: "They're not just weird becaue they're from another country, they're weird to people here, they're even weird to us and we're their family!" Hahaha...dúllur samt, þau eru sko ekki scary eða neitt...bara dáldið...öðruvísi.
Brandari ferðarinnar: 500 gr af pasta á hálfa krónu, 12 klósetrúllur á 94 aura, 1 kíló af jarðaberjum á 200 kr og 2 lítrar af rauðvíni á 89 krónur. Róm er staðurinn til að búa á ef maður er á Íslenskum launum. Leiga á tveggjaherbergja íbúð u.þ.b. 500 evrur. skemmtið ykkur vel! :)
Lag ferðarinnar(fyrir mig) : Wild is the Wind- Nina Simone
Uppáhalds: Afmælið mitt: Hyde Park með súkkulaði, Paulo Coelho og tónlist, Hard Rock kvöldmatur sem var New York Steik með kartöflustöppu og grænmeti og hvítlaukssmjöri og svo brownie með ís í eftirrétt. Godiva búðin...it's too good to be true. Chagall sýningin í Róm og göngutúr með voffana í Villa ( Villa Pamfili) og svo AUÐVITAÐ ís hjá Tony og segja hæ við Giovannone ;) Vá hvað þessi ferð var skemmtileg.
Activities: Jack the Ripper göngutúr, Shakespear and Dickens göngutúr, Sherlock Holmes safnið, Museum of Natural history, Virgin Megastore, HMV, La Senza ;), Marlboro Head, Hard Rock, Hyde Park, The Beatles Museum and Store, Abby Road, Orsini, Posini's, Godiva...nammi, Ég stóð í svartamarkaðsbraski með lestarmiða þegar við millilentum aftur í London svo að við kæmumst aftur í Godiva (við vorum sko í 8 tíma í London því það var svo langt á milli vélanna okkar.). Vá...ég veit ekki ef ég er að gleyma einhverju þá sést það örugglega á myndunum...þegar ég nenni að setja þær upp sem er ekki núna...sorry ;)
Mood: Too chipper for sanity
Music: Green Day- International Superhits!
Hvað næst: atvinnu viðtal í vikunni :)
Chocolate Blonde extends her usual "Ta" to all who read this God forsaken blog...and for Pete's sakes...DO COMMENT...no one will bite you...even if you just happened to end up here....jamms...munið að skrifa athugasemdir eða kvitta í gestabók!
Um bloggið
Il Mio Quinto Senso e Mezzo
Bækur
Bækur
Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.
-
: Brennu-Njáls Saga
Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
-
: The Three Musketeers
Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
-
: Kristnihald Undir Jökli
Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
-
: Like the Flowing River
Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
-
: The Picture of Dorian Grey
Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
Bloggvinir
Spurt er
Fólk
Vinir mínir
Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!
-
Ingi
Ingus mine friend. -
Harpa á myspace
Segir sig sjálft. -
Harpa bloggar
Hér bloggar mesti hello-kitty fan í heimi :D -
Sandra á myspace
Sandy girl -
Sandra
The single most clever person walking the planet. -
Marta á Myspace
MARRRTAAAA!!!!!!! RAHHHH!!!!!! -
Marta
I love you my cowsnooze! Þessi stelpa verður rithöfundur með meiru! I promise! -
Una á myspace
rockstar in the making
keiralechat
Ég á öðrum bloggum
Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.
-
Ég á Myspace
Lucidamente -
Socialmalady
You Can Fall Slave to the Universe Inside a Mind
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ og velkomin heim:) Mér finnst Ísland alltaf best, og Akureyri er lang lang best! Og drífðu þig í að setja myndi, mig langar að skoða!
P.S. Er að fara í síðasta prófið á morgun, 3 klst. efn próf. Svo verður djammað í 3 daga!
sandra (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 15:45
Mmmm takk fyrir Godiva súkkulæðið, fæ mér einn og einn alveg spari...og Jóhann hefur enn ekki komist í það, ég verð nú að gefa honum einn mola við tækifærið... Ég vil fara að sjá myndir!
En heyrðu hvernig fór viðtalið???
Soffía sis (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.