30.5.2007 | 19:16
I Will Fall if You Save Me...
Jamm, blessaðan daginn allir littlu gerlarnir mínir...
Það er ekki svo margt að frétta af mér, ég er komin með mitt eigið SJÓNVARP og DVD-PLAYAH...which is the best kinda playah there is hahaha....bad joke, sorry...moving along.
Ég held ég sé farin að venjast börnum of mikið, ég virka eiginlega ekki almennilega lengur þegar ég er lengi í burtu frá Títunni minni, sakna hennar bara rosalega. Ég sem ætla ekki einu sinni að eignast mín eigin börn (og það er gott mál, trúið mér...getið þið ýmindað ykkur hverslags frekjutrippi og fucked up psychos myndu fæðast í heiminn if I ever reproduced?).
Allavega er Soffía systir búin að panta mig til að passa Elí Smára fyrir sig þegar ég flyt aftur suður, ég er nú ekkert viss um að ég muni hafa mikinn tíma til að standa í barnapössunum þá, en það er hægt að athuga allt.
Ég fór suður seinustu helgi og hitti Unu mína, við fórum á Pirates og það var snilld mér er skítsama hvað einhverjir lubba critics hafa um málið að segja, það sem var mest áberandi við þessa mynd samt var einmitt það að hún er gerð for the fans þannig að ef þú ert ekki búinn að sjá hinar tvær þá náttúrulega situru bara þarna og klórar þér í hausnum....og ef þú fílaðir ekki hinar tvær...af hverju í andskotanum ertu þá að fara á þriðju myndina? Mér fannst önnur myndin ekki nógu góð samt, en þessi var bara frábær og Johnny er SNILLINGUR....I tells ya.
Í gær kom svo my darling Sandykins í heimsókn til mín og við horfðum á TWINS, bwahaha...Arnold Schwarzenegger og Danny DeVito og öll sú yndislega klisja og gamaldagsfílingur sem þessari mynd fylgir. Kisi minn kúrði svo hjá henni Söndru allt kvöldið og vildi ekki víkja frá henni, ég hef aldrei...ALDREI séð þennan kött láta svona eða taka neinum svona vel. I'm jealous!
Myndirnar frá London eru komnar inn, farið bara í myndaalbúmin og leitið af LONDON 2007 (þetta sést ekki á síðunni lengur.) Og ég nenni eiginlega ekki að stela myndum af Unu þannig þið verðið bara að skoða hennar síðu ef þið viljið sjá allar FLOTTU myndirnar þar sem Una er upprennandi ljósmyndasnillingur með meiru plus very artsy stuff. Já og btw...
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ UNA :)
Mood: happy, relaxed, laid-back, mellow and in a party mood!
Music: The Essential- Peter Tosh
Favorite: My new tv and dvd-player.
Person of the day: UNA BIRTHDAY GIRL!
TOOTLES, CHOCOLATE BLONDE WHO'S STUCK ON THE CAPS LOCK KEY!!!!
Um bloggið
Il Mio Quinto Senso e Mezzo
Bækur
Bækur
Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.
-
: Brennu-Njáls Saga
Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
-
: The Three Musketeers
Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
-
: Kristnihald Undir Jökli
Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
-
: Like the Flowing River
Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
-
: The Picture of Dorian Grey
Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
Bloggvinir
Spurt er
Fólk
Vinir mínir
Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!
-
Ingi
Ingus mine friend. -
Harpa á myspace
Segir sig sjálft. -
Harpa bloggar
Hér bloggar mesti hello-kitty fan í heimi :D -
Sandra á myspace
Sandy girl -
Sandra
The single most clever person walking the planet. -
Marta á Myspace
MARRRTAAAA!!!!!!! RAHHHH!!!!!! -
Marta
I love you my cowsnooze! Þessi stelpa verður rithöfundur með meiru! I promise! -
Una á myspace
rockstar in the making
keiralechat
Ég á öðrum bloggum
Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.
-
Ég á Myspace
Lucidamente -
Socialmalady
You Can Fall Slave to the Universe Inside a Mind
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Múhahaha Your cat likes me more than you Unnnnnnnnaaaa!
Sandra Grettisdóttir, 30.5.2007 kl. 21:42
Ef ekki á daginn þá reyni ég nú samt að plata þig til að passa kanski eitt og eitt kvöld kanski til að kíkja í bíó með Jóhanni t.d, do you realize að ég hef ekki farið í bíó í hálft ár! Þú getur heldur ekki neitað honum Elí Smára um frænku tíma he loves his aunty :-)
Soffía sis (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.