10.6.2007 | 16:41
Hiti og Sól fyrir Austan!
Jæja já, ég var að taka þátt í einhverju svona happdrættis-keppnis-dótarís-dóti. Hey, það er aldrei að vita skiluru?...maður gæti unnið eitthvað! En allavega þá var ég fyrir austan um helgina og það var fínt, hitti eitthvað af fólki og svo skruppum við í Atlavík með Anítu Þöll þar sem ég tók slatta af myndum af henni og rennbleytti á henni tásurnar...jamm ég heimtaði nefnilega að sveifla henni yfir smá lækjarsprænu og það gekk vel aðra leiðina en þegar ég ætlaði að sveifla henni aftur til baka þá var hún öll á iði og ég missti hana aðeins með tásurnar niðrí læk áður en ég náði henni yfir aftur...henni fannst það gaman, mömmu...not so much.
Nú hleypur Aníta í hringi og syngur: "Gaugaa gaugaa gauggaaa upp í giliiii..." alltaf gaman að henni. ;)
Ég var að klára Breakfast of Champions eftir Kurt Vonnegut og áttaði mig enn og aftur á því að ég FÍLA Kurt Vonnegut, ég er líka í miðjum klíðum að reyna að lesa Huck Finn aftur....not working out quite as planned...ég held ég hafi haft meira gaman að henni þegar ég las hana seinast og þá var ég 10 ára, hafði meira þol í að lesa þá...nú þurfa bækurnar að grípa mig helst strax í fyrsta kafla svo ég fái ekki drullu leið á þeim.
Unnnaaaaaaa, koddu í heimsókn svo ég geti gefið þér afmælisgjöf...ég kemst ekki suður neitt alveg á næstunni!
Orlyn ætlar að koma í heimsókn næstu eða þarnæstu helgi, ég man ekki, honum drulluleiðist víst í Reykjavík which frankly I don't understand! Ef hann kemur næstu helgi þá sjáumst við eitthvað en ef það er þar næstu helgi þá verð ég víst á einhverju reunioni, hvað er ég eiginlega búin að koma mér í? Hehe ég er viss um að það man enginn eftir mér hahaha...nema náttúrulega Harpa og Nadine og kannski einhverjir örfáir aðrir. ;) En jæja þetta verður fróðlegt.
Nú þarf ég að hætta því barnið er að hamast í mér eins og ég sé klifurgrind eða tré eða eitthvað álíka spennandi og ég hef bara ekki orku til að skrifa á meðan á þessu gengur.
Takk fyrir mig, Choccie Blonde signs out for now.
Um bloggið
Il Mio Quinto Senso e Mezzo
Bækur
Bækur
Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.
-
: Brennu-Njáls Saga
Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
-
: The Three Musketeers
Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
-
: Kristnihald Undir Jökli
Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
-
: Like the Flowing River
Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
-
: The Picture of Dorian Grey
Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
Bloggvinir
Spurt er
Fólk
Vinir mínir
Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!
-
Ingi
Ingus mine friend. -
Harpa á myspace
Segir sig sjálft. -
Harpa bloggar
Hér bloggar mesti hello-kitty fan í heimi :D -
Sandra á myspace
Sandy girl -
Sandra
The single most clever person walking the planet. -
Marta á Myspace
MARRRTAAAA!!!!!!! RAHHHH!!!!!! -
Marta
I love you my cowsnooze! Þessi stelpa verður rithöfundur með meiru! I promise! -
Una á myspace
rockstar in the making
keiralechat
Ég á öðrum bloggum
Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.
-
Ég á Myspace
Lucidamente -
Socialmalady
You Can Fall Slave to the Universe Inside a Mind
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehe, alltaf gaman að litlum krökkum! Ég las Slaughterhouse 5 eftir Vonnegut í ensku 303 eða 403, man það ekki.. Mér fannst hún allt í lagi, en ég hef ekki lesið aðrar bækur eftir hann.. Og ég gafst upp á Huck, er buín með eitthvað 30 bls eða meira og nennti ekki meiru, las the notebook og svo er ég byrjuð á noru trilogy líka.. En já, þetta er nú bara að verða blogg hjá mér;) Bæjó!
Sandra Grettisdóttir, 11.6.2007 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.