26.7.2007 | 18:58
Well hello Ms. Daisy!
Jæja, það er bara ekkert verið að kommenta hjá manni, svo eru allir að kvarta um að ÉG kommenti ekki, sem er alltaf síkommentandi, iss...þið eruð nú lélegasta pakk. ;)
Ég er að fara að kaupa mér íbúð í Reykjavík og hana nú.
Ég fer annaðhvort í næstu viku eða vikunni þar á eftir til að leita mér að íbúð og fara í einhver atvinnu viðtöl, svo í lok ágúst er ég FARIN. Out of here. Finito. All over. Gone. Byebye...ciao etc.
Ég ætla samt að nota eins mikið af ágústmánuði og ég get til að komast á hestbak og er ég alls ekki búin að vera nógu dugleg við það þó ég hafi verið mun duglegri en oft áður. MUN duglegri. Þeir eru bara svo stutt á járnum og ég er alltaf annaðhvort lasin eða upptekin eða lööööt ;) Ég var samt minnst löt í ár, miklu oftar lasin eða upptekin. Dreif mig á bak eins oft og ég komst nema einu sinni. Þá var ég löt.
Bið Alla afsökunar sem ekki hafa heyrt í mér lengi. I suck and I know it. Ég er bara ekkert að pæla í því að vera eitthvað að hringja í fólk til að segja því að ég sé veik, svo svara ég yfirleitt ekki í símann þegar ég er með 40 stiga hita heldur móki ég bara í rúminu og reyni að sofa það af mér, milli þess sem ég drekk óhugnarlegt magn af vatni. Enda léttist ég bókstaflega um 2.5 kíló á einum degi þegar verst var, nú er ég öll að hressast og vona að ég verði orðin góð fyrir helgina því þá er golfmót ættarinnar minnar og eftir það er grill sem ég ætla að mæta í þó að ég sé alls enginn golfari í mér.
Allavega, nóg raus í bili.
COMMENT BITCHES....COMMENT OR THOU SHALT PERISH!!!!!!!
;)
ta, choc blonde.
Um bloggið
Il Mio Quinto Senso e Mezzo
Bækur
Bækur
Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.
-
: Brennu-Njáls Saga
Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
-
: The Three Musketeers
Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
-
: Kristnihald Undir Jökli
Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
-
: Like the Flowing River
Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
-
: The Picture of Dorian Grey
Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
Bloggvinir
Spurt er
Fólk
Vinir mínir
Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!
-
Ingi
Ingus mine friend. -
Harpa á myspace
Segir sig sjálft. -
Harpa bloggar
Hér bloggar mesti hello-kitty fan í heimi :D -
Sandra á myspace
Sandy girl -
Sandra
The single most clever person walking the planet. -
Marta á Myspace
MARRRTAAAA!!!!!!! RAHHHH!!!!!! -
Marta
I love you my cowsnooze! Þessi stelpa verður rithöfundur með meiru! I promise! -
Una á myspace
rockstar in the making
keiralechat
Ég á öðrum bloggum
Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.
-
Ég á Myspace
Lucidamente -
Socialmalady
You Can Fall Slave to the Universe Inside a Mind
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel með íbúðakaupin --- og segðu svo að maður commenti ekki hjá þér -----
Halldór Sigurðsson, 26.7.2007 kl. 19:24
Jæja vinan! Ég hef kommentað þó nokkrum sinnum.. Mér þetta IQ dæmi bara svo mikið drasl eitthvað að ég vissi ekkert hvað ég átti að segja! En damn you fyrir að flytja suður!!! Hvað á ég þá að gera þegar ég verð flutt í bæinn???
Og láttu þér batna ef þér er ekki batnað!
Sandra Grettisdóttir, 27.7.2007 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.