23.10.2007 | 11:50
Yah...
Jámm ég er bara ennþá í vinnunni...alltaf þar. Ekkert að gera nema vinna. En nú er reyndar komið uppúr krafsinu að ég þarf að fara til vodafone manna út af netinu og vesenast og svona. Yay for that. Í gær var alvega meiriháttar dagur, við fórum nefnilega í húsdýragarðinn með 26 börn í ógeðslegasta veðri sem ég man eftir að hafa upplifað...eða já, það var allavega mjög slæmt. Ég kom til baka svo blaut að það hefði mátt halda að ég hafi stungið mér til sunds með selunum.
Reyndar byrjaði ég gærdaginn á námskeiði um hvernig eigi að uppfæra heimasíðuna fyrir frístundaheimilið, þau nota sko webmaster, sem er fínt í sjálfu sér þó mér finnist það eiginlega líta svolítið "worn-out" út. En það var mesta rugl að vera að halda heilt námskeið í þessu, þetta er bara eins og hvert annað blogg og maður hefði alveg áttað sig sjálfur með því að fikta í svona einn og hálfan tíma.
Mig er farið að vanta meira lesefni, á reyndar enn eftir að lesa Dracula sem ég keypti í London en bara er ekki in the mood lately. Talandi um London þá langar mig að fara að versla jólagjafir þar einhvern tíman fyrir jól þannig kannski væri gáfulegt að fara að tjékka á miðum...og talandi um miða, mömmu langar svo á Andrea Boccelli....ætli þetta sé ekki að verða uppselt by now? Hum humm.
Annars hef ég bara eitthvað lítið að segja, fékk Mörtu og Ragga í heimsókn í gær og það var gaman...as always there was booze involved. Samt bara smá slurkur rétt til að skála, því marta gaf mér VODKA í innflutningsgjöf og ég ætla sko að geyma það þangað til við djömmum saman næst. FUN FUN FUN!!!
Jæja ætli það sé ekki best að ég fari að hætta þessari vitleysu...er samt eiginlega búin að gera allt sem mér dettur í hug í vinnunni og það er alveg einn og hálfur tími þartil krakkarnir koma. LUNCH!!!!
Hehe, ciao from the choccie blonde Alex.
Um bloggið
Il Mio Quinto Senso e Mezzo
Bækur
Bækur
Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.
-
: Brennu-Njáls Saga
Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
-
: The Three Musketeers
Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
-
: Kristnihald Undir Jökli
Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
-
: Like the Flowing River
Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
-
: The Picture of Dorian Grey
Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
Bloggvinir
Spurt er
Fólk
Vinir mínir
Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!
-
Ingi
Ingus mine friend. -
Harpa á myspace
Segir sig sjálft. -
Harpa bloggar
Hér bloggar mesti hello-kitty fan í heimi :D -
Sandra á myspace
Sandy girl -
Sandra
The single most clever person walking the planet. -
Marta á Myspace
MARRRTAAAA!!!!!!! RAHHHH!!!!!! -
Marta
I love you my cowsnooze! Þessi stelpa verður rithöfundur með meiru! I promise! -
Una á myspace
rockstar in the making
keiralechat
Ég á öðrum bloggum
Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.
-
Ég á Myspace
Lucidamente -
Socialmalady
You Can Fall Slave to the Universe Inside a Mind
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ vinan. Stuð hjá þér í gær greinilega eða þannig! Ég væri svo til í að fara út fyrir jólin að versla, veit ekki hvort kaupmannahafnarferðin sem mamma og pabbi ætluðu með okkur í sé dottin af dagskrá þar sem steinar er að fara eitthvað út að keppa með landsliðinu rétt fyrir jól..
Anyway, vildi bara segja hæ og skemmtu þér í vinnunni ef það er möguleiki
Sandra Grettisdóttir, 23.10.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.