Just breezin through

Jæja, ef það eru ekki allir löngu hættir að lesa þetta blogg þá bara veit ég ekki hvað. En annars er bara allt gott að frétta in the big city. Ég hef enn ekki orðið að rotnu epli hérna þó ég hafi komist nálægt því á staffadjammi í byrjun nóv. Þeir sem vita hvað ég er að tala um vita meira en þeir eiga að vita. Hehehehe!

Það er alvarlega farið að vannta uppá skemmtanalíf mitt hérna, mig vantar orku...ég er alltaf svo dauðþreytt um helgar að ég get ekki hugsað mér að djamma. En jæja, bara í jólafríinu. :)

Afi er búinn að senda mér sögur eftir pabba á fullu núna undanfarið þannig ég er búin að standa í að lesa þær....maður fer ekki að reyna að gefa eitthvað út sem maður hefur aldrei lesið. Ég vissi aldrei að pabbi væri svona mikill pælari, eða skiluru, ég vissi að hann væri það...en ég vissi ekki nákvæmlega HVAÐ það var sem hann var að pæla....það var frekar erfitt að fá hann til að tala við mann þannig að það skildist.

 

Mig langar til Ítalíu í sumar, og er eiginlega að vonast til að afi og amma reyni að bjóða mér aftur til Flórens þar sem það gekk ekki upp seinast. Þau eru frekar skrítin með svona, eina stundina eru þau of gömul til að ferðast og þá næstu er lífið of stutt til þess að sleppa tækifærinu að fara og skoða heiminn. Maður veit aldrei hvernig heimsókn til þeirra fer...nema að yfirleitt er mikill matur og mikið vín innifalið í heimboðinu. Ég sakna þeirra geggjað mikið þó ég sé rosalega ódugleg sonardóttir og hafi ekki nógu mikið samband við þau.

 

Jæja, kannski maður fari að þykjast reyna að sofa....eftir þessa viku fer ég aftur á melatónínið mitt og þá get ég kanski sofið í ALVÖRU og ekki verið eins og upptrekktur api í vinnuni.

 

KNÚS frá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandra Grettisdóttir

Ég les bloggið þitt! Vona að það gangi allt eftir með útgáfuna hjá þér. Það er byrjað að spila jólalög í útvarpinu :)

Sandra Grettisdóttir, 23.11.2007 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Il Mio Quinto Senso e Mezzo

Höfundur

Valdís Alexía Cagnetti
Valdís Alexía Cagnetti
I am the perfect bastard

Bækur

Bækur

Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.

  • Bók: Brennu-Njáls Saga
    ...: Brennu-Njáls Saga
    Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
    *****
  • Bók: The Three Musketeers
    Alexandre Dumas: The Three Musketeers
    Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
    *****
  • Bók: Kristnihald Undir Jökli
    Haldór Laxness: Kristnihald Undir Jökli
    Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
    *****
  • Bók: Like the Flowing River
    Paulo Coelho: Like the Flowing River
    Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
    *****
  • Bók: The Picture of Dorian Grey
    Oscar Wilde: The Picture of Dorian Grey
    Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
    *****

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Spurt er

Hvernig ertu?

Fólk

Vinir mínir

Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!

Ég á öðrum bloggum

Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlist

Video

  • Christina D'Avena - KOR - Sigla-Johnny è quasi magia
    La sigla che ti da i brividi. KOR was so one of my many favorites back in the day and this is the beautiful theme song that I loved when I was itty bitty and it still stays with me as a gazillion other italian kids.
    *****


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband