Jóla-brjál-æði

 

 

Booyah! Bara ein vika eftir af vinnu, svo held ég staffa-partý og daginn eftir vakna ég, pakka og flýg timbruð til Akureyrar...lucky me að ég er venjulega ekkert svo timbruð. Yay yay yay!!!!!!! Hlakka svo til að sjá Hörpu og Söndru og Inga og já...fjölskyldu mína! Sérstaklega Anítu Þöll krúsidúllu :D

 

Í dag var geggjað rólegur dagur, það voru bara fjórir krakkar mest allan tímann af því að það var stormur og það var viðvörun frá lögreglunni að það ætti að halda börnum heima. Ég var skíthrædd að keyra í vinnuna en það hafðist án þess að ég lenti í bílslysi eða fengi fljúgandi þakhellur gegnum rúðurnar.

 

Allavega vona ég að þessi stormur fari að hætta svo maður geti klárað Jólagjafa innkaup og vesen áður en ég kem norður...mig langar sko ekkert til að versla norðlenska afganga í jólagjöf handa fólkinu mínu.

 

Ég er að verða búin að ákveða hvað ég ætla að gefa öllum og þá á ég bara eftir að kaupa nokkrar gjafir. er þegar búin með sex gjafir. En það er ekki nóg með að ég þurfi að kaupa jólagjafir, ég þarf að kaupa ÞRJÁR afmælisgjafir líka. Eða eru þær fleiri...fjórar? Fimm? Þekki of marga sem eiga afmæli í desember. Hæst ber þó móðir min sem á afmæli 24.des og svo systir mín sem á afmæli 26.des. Ég hef alltaf verið blönk í desember...það er ekki verið að sýna tillitsemi þegar börn eru getin.

 

Allir sem óskuðu eftir því hafa nú fengið "óskalistann" minn, hann er nú ekert gríðarlega langur...nema hvað varðar bækur og geisladiska. Annað en það er bara afskaplega fátt sem ég vill. Þið hin verðið bara að finna upp á einhverju sniðugu...nú eða sleppa því að gefa mér eitthvað...það væri vel þegið, ég á of mikið af dóti sem ég kem hvergi fyrir lengur...þarf að fara að leigja mér geymslu undir þetta alltsaman!!!!

 

Ef þið viljið gefa mér hint um hvað þið viljið í jólagjöf megið þið notast við kommentakerfið hérna, ekki vera of subtile...I don't get subtile hints ;)

 

Annað en það þá eru 10 days, 0 hours, 58 minutes og 36 seconds til Jóla þegar ég skrifa þetta.

 

Verið hress, fáið ykkur jólaöl...étið. :D :D :D

 

Toots, Choc Blondie.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yes, this storm is just kreisí! Það fauk köttur á glugga í Reykjanesbæ!

Og hvað er með allt þetta fólk fætt í desember?! No offence, Sandy.  En já, er mars svona graður mánuður, eða hvað? Í augnablikinu man ég eftir 6 einstaklingum sem eiga afmæli í desember. And it keeps on going í Janúar en fyrsta afmælið er einmitt á nýjársdag sjálfan! Ég held að það sé ekki til sála sem ekki verður fátækari á þessum tíma árs! (nema kannski Scrooge ;) )

This sounds a bit like I'm kvartaing, but I'm not. Bleh, you know what I mean

Cya darling 

Marta A (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 22:57

2 identicon

og...

en ég vil ekki fá mér jólaöl. My tummy goes absolutely bonkers from it!

Marta A (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 15:54

3 Smámynd: Sandra Grettisdóttir

Í Guðanna bænum ekki kaupa gjöf handa mér! Þið eruð alltaf að væla!!!! Ég kaupi reyndar alltaf dýrar jólgjafir þó ég sé skítblönk og þarf að splitta VISA í tvennt o.s.frv. en það er af því mér finnst skemmtilegra að gefa en þiggja..

Sandra Grettisdóttir, 17.12.2007 kl. 00:39

4 identicon

Mér finnst bara leiðinlegt að jólin skuli snúast um hversu stórar og dýrar gjafir maður gefur næsta manni og mér finnst asnalegt að gefa dýrari gjafir en maður hefur efni á, það segir sig bara sjálft að þá er maður að stofna sér í skuld...og fyrir hvað? Eitthvað dót sem á eftir að bila fyrir næstu jól? Nei takk segi ég bara, ég hef alveg gaman af að gera gjafir...mér finnst bara fáranlegt hvað allt þarf að vera dýrt. Af hverju gefur fólk ekki bara eitthvað fallegt sem það hefur efni á...ef eitthvað þvílíkt er þá til (ég hef sjálf ekki fundið gjafir sem mér finnst nógu góðar fyrir fólkið mitt undir 3000kallinum sko, það er það sem ég er að 'væla' yfir) Mér finnst mjög gaman að gefa gjafir og OFTAST maxa ég út á visanu um Jólin, en það er samt heimskulegt...það segir sig sjálft að ef þú átt 2000 kall en eyðir 3000 kall þá ertu að eyða pening sem þú átt ekki...þannig kemst fólk í skuld. Og ég hef enga löngun til að sleppa að gefa þér gjöf, en ég vona bara að þú móðgist ekki þó hún sé ekki dýr ( og ég veit að þú gerir það ekki) einfaldlega því þetta er fyrsta sinn á ÆVINNI sem ég er að reyna að gera eitthvað af viti með peninginn minn, ég reyni þá bara að velja persónulegari gjafir í staðinn.

Alex (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 02:52

5 identicon

Heyr heyr.

En já, ég á ekki einu sinni visa sem hægt er að skulda á! Og ég þarf að borga reikninga fjölskyldunnar í Janúar (systir mín sá um desember mánuðinn).

Og mér finnst ég t.d. alveg mega spara í svona þar sem ég er ekki einu sinni í vinnu. Hingað til hef ég bara unnið á sumrin (vinn reyndar slatta þá) og lifað á því á veturna. Og lán frá hjálpsömum foreldrum. Er heldur ekki með námslán, húsaleigubætur, eða neitt. Ég er ekkert að kvarta, don't get me wrong, coz this was my choice. 

Vissulega er betra að gefa en að þiggja, en maður verður að gera það innan skynsamlegra marka.  Jólin eiga ekki að snúast um peninga. Það er hugurinn á bak við gjöfina sem gildir. Persónulega finnst mér miklu skemmtilegra að fá eitthvað lítið og persónulegt frá hjartanu (væmið, ég veit) heldur en eitthvað flott dýrt fjölda framleitt dót sem has no meaning á milli mín og gefandans. Kann ekki að útskýra betur. Æji, vitiði ekki hvað ég er að tala um?

Kannski er svo bara málið að skreppa í verslunar leiðangur til útlanda fyrir næstu jól, eins og Særún vinkona gerði. Reyndar kostar farið sitt, en mér heyrist þið eiga svo góð visa kort sem redda öllu

Af hverju þarf allt að vera svona dýrt á Íslandi? Er búin að sjá svo margt í búðunum sem manni langar að gefa en það er eiginlega ALLTAF of dýrt 

Marta A (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 20:35

6 identicon

NEFNILEGA...ég ætla út næst, mig langar svo að geta gefið flottar gjafir og ekki bara eitthvað dótarí og það er allt svo miklu ódýrara úti. Það er rugl að t.d. í fyrra keypti ég þrenn nærfatapör á hálfvirði þess sem eitt nærfata sett hefði kostað á Íslandi. Þetta er náttúrulega bara rugl. Með allan ferðakostnað innifalinn eyddi ég samt MINNA í allri ferðinni en ég geri á Jólunum hér á Íslandi þannig ég er að pæla að það sé bara málið á næsta ári ef maður fær ódýr fagjöld, að fara til London, gista bara á einhverju litlu kósí hóteli og fara með tómar töskur...koma með þær fullar til baka :D :D hehehe.

En Marta mín, ekki hafa áhyggjur af því að gefa mér eitthvað fancy, ég vil miklu frekar bara something sem kemur frá þér fattaru. You catch my drift.  Jafnvel bara fallegt Jólakort. Ég keypti smá glaðning handa ykkur báðum stúlkunum en það var ekki stórt né merkilegt. Kannski ég reyni loksins að heimsækja þig í vikunni. Allavega. Ég er búin að kommenta nóg á mitt eigið blogg ;)

Alex (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Il Mio Quinto Senso e Mezzo

Höfundur

Valdís Alexía Cagnetti
Valdís Alexía Cagnetti
I am the perfect bastard

Bækur

Bækur

Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.

  • Bók: Brennu-Njáls Saga
    ...: Brennu-Njáls Saga
    Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
    *****
  • Bók: The Three Musketeers
    Alexandre Dumas: The Three Musketeers
    Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
    *****
  • Bók: Kristnihald Undir Jökli
    Haldór Laxness: Kristnihald Undir Jökli
    Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
    *****
  • Bók: Like the Flowing River
    Paulo Coelho: Like the Flowing River
    Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
    *****
  • Bók: The Picture of Dorian Grey
    Oscar Wilde: The Picture of Dorian Grey
    Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
    *****

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Spurt er

Hvernig ertu?

Fólk

Vinir mínir

Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!

Ég á öðrum bloggum

Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlist

Video

  • Christina D'Avena - KOR - Sigla-Johnny è quasi magia
    La sigla che ti da i brividi. KOR was so one of my many favorites back in the day and this is the beautiful theme song that I loved when I was itty bitty and it still stays with me as a gazillion other italian kids.
    *****


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband