13.2.2008 | 00:25
Nauðsyn þess að vera bjartsýnn.
Það er enginn að fara að saka mig um of mikla bjartsýni, oftast hef ég frekar verið talin svartsýn. Einhvern vegin kemst ég samt alltaf nær og nær þeim sannleika að svartsýnin er ekki alltaf besta meðalið. Sumir segja að þeir sem séu svartsýnir leggi ósjálfrátt meira á sig til að ná markmiðum sínum af því að þeir búist við því að hlutirnir fari ekki eftir þeirra höfði og viti að þeir þurfi því að leggja meira á sig. Ég held að þetta sé ekki endilega rétt. Svartsýnt fólk er einmitt oft svo visst um að því muni mistakast að það leggur ekki upp í að gera það sem það vill gera. Þannig missir maður oft af einhverju mjög góðu í lífinu. Stundum borgar það sig að vera ekki með neitt miklar væntingar, en það getur á hinn bóginn líka eyðilagt fyrir manni...hvað er lífið ef manni hlakkar aldrei til neins og býst ávall við því að eitthvað skelfilegt dynji á manni? Og hvers virði er það að lifa alltaf í þeirri fullvissu að ekkert muni ganga eftir þínu höfði?
Stundum gerast góðir hlutir, meira að segja þegar við búumst ekki við þeim, maður verður að læra að taka lífinu eins og það er. Við erum öll vond og við erum öll góð, það sama gildir um lífsreynslu okkar...allir hafa upplifað eitthvað óþægilegt, sorglegt, leiðinlegt og erfitt. Það hafa líka allir einhverntíman upplifað það að hlæja, líða vel, finnast eitthvað fallegt og þar eftir götunum. Við getum í rauninni hvorki ætlast til þess að allt verði gott né að allt verði slæmt þannig að það er til lítils að ætla sér að reyna að segja til um framtíðina. Best er að reyna að gleðjast yfir því sem maður hefur í núinu og láta hverjum degi nægja sína þjáningu.
Auðveldara sagt en gert...en ég trúi að það SÉ HÆGT. :)
Um bloggið
Il Mio Quinto Senso e Mezzo
Bækur
Bækur
Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.
-
: Brennu-Njáls Saga
Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
-
: The Three Musketeers
Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
-
: Kristnihald Undir Jökli
Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
-
: Like the Flowing River
Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
-
: The Picture of Dorian Grey
Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
Bloggvinir
Spurt er
Fólk
Vinir mínir
Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!
-
Ingi
Ingus mine friend. -
Harpa á myspace
Segir sig sjálft. -
Harpa bloggar
Hér bloggar mesti hello-kitty fan í heimi :D -
Sandra á myspace
Sandy girl -
Sandra
The single most clever person walking the planet. -
Marta á Myspace
MARRRTAAAA!!!!!!! RAHHHH!!!!!! -
Marta
I love you my cowsnooze! Þessi stelpa verður rithöfundur með meiru! I promise! -
Una á myspace
rockstar in the making
keiralechat
Ég á öðrum bloggum
Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.
-
Ég á Myspace
Lucidamente -
Socialmalady
You Can Fall Slave to the Universe Inside a Mind
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úllala deep...
jamm ég er alveg sammála þér, verð samt að viðurkenna að lengi vel þá hef ég verið svartsýna týpan, fannst það henta mér því þá var allt gott sem gerðist bara bónus... en hugarfarið mitt hefur nú breyst ansi mikið eftir að ég átti Elí! Það er ekki hægt að vera svartsýnn með svona bungle of joy í lífi sínu!
Soffía (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 23:20
Jæja vinan, á ekkert að blogga meira eða? bara hætt?
Sandra Grettisdóttir, 17.4.2008 kl. 22:20
Já nákvæmlega og svo ertu alltaf að benda á hvað ég blogga lítið!
Anyways, happy birthday today sis... gaman að fá þig og Unu í heimsókn, Elí hefur líka svo gaman af því að fá gesti og monnta sig af labbinu :-)
Sossa systa (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 20:30
Góðar pælingar en svo sannarlega komin tími á fleiri
Svo fer líka að vera komin tími á fleiri myndir.
Vonandi áttirðu góðan dag í gær afmælisstelpa, hlakka til að sjá þig á miðvikudaginn.
Kossar og knús
mamma.
Guðrún S. Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.