Peningar vaxa á trjám...

Jæja, þá eru víst komin fjögur komment, en ég vil bara minna ykkur á það að þetta er regla núna. Það verður bara ekki bloggað fyrr en ég fæ a.m.k. fjögur komment. :)

 

Þannig standa málin hjá innkaup.net að við erum að hugsa um ýmsar auglýsingaleiðir og erum t.d. búin að fá auglýsingapláss á síðu hjá öðru fyrirtæki, ýmis plön eru í gangi en það má kannski ekki gefa of mikið upp á netinu before the eyes of all. Við skulum bara segja að við erum að athuga með leyfi fyrir svolitlu nýju á landinu sem verður örugglega vel tekið á móti ef það kemst í gang. 

 

Við erum komnar með 1 fastan viðskiptavin sem verður allavega út mánuðinn hjá innkaup.net. Yay for that. Annars er ekki neitt svaðalegt að gera frekar en venjulega þar sem það vita ekki ennþá margir af þessu. En ég held þetta sé nú aðeins að fara að catch on, it will be in full swing after we make final commercial arrangements, eða því trúi ég allavega.

 

Það eru sem sagt tvær nýjar greinar að fara í gang hjá MMP ehf og ég hlakka ekkert smá til, það virðist samt ætla að ganga eitthvað hægt að fullklára síðurnar en greyið gaurinn sem ætlaði að sjá um þetta er búinn að vera fárveikur.

 

Annað sem er í fréttum er að í kvöld fór ég á Ladda  :)  þetta hlýtur að vera fyndnasta sýning ever og það er ótrúlega langt síðan ég hef farið í leikhús þannig þetta var barasta æði.

 

Svo rigndi peningum yfir okkur Unu í dag, ég fékk fimmþúsundkall og Una komst yfir 11.000 kr á mjög hipsumhaps hátt, fann nokkra þúsundkalla í veski og úlpuvasa og svoleiðis. And then people say that money doesn't grow on trees.

 

Allt í allt var þetta góður dagur og ég býst sterkt við því að það haldi áfram að vera gott. Á mánudaginn sækji ég svo orlofið mitt og þá get ég LOKSINS skipt um dekk á Bingo sem er orðin hálf sorgleg sjón að sjá með formúludekkin sín ;) 

 

Choccie blond out

 

P.s. (post scriptum, ekki Pési) Me so happy!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Keep on the good work!  blogga blogga blogga!

Það er spennandi að heyra að eitthvað er að gera í bissness málum!

En mér finnst illa komið fyrir vinkonu þinni ef hún er farin að seilast í úlpuvasa og veski, hmm.... best að passa vasana sína og veskin í kring um hana????

He, he ég mátti til, þetta hljómar hjá þér svolítið svona eins og hún sé orðin vasaþjófur, passa sig hvað maður skrifar.  No offence Una mín veit að þú ert strangheiðarleg.

Jæja þarf að fara að sinna ýmsum málum.

Knús og kossar frá mömmsu.

Guðrún S. Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 10:48

2 identicon

haha úps, já nei, í sínu eigin veski og úlpuvasa...ekki annaramanna! :o) Sorry Una! Já, maður þarf víst að hugsa betur um hvað maður er að skrifa hehehe :)

Alex (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 15:44

3 identicon

Takk fyrir seinast

ps. this DOES count as comment númer 3!

Marta farta (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:47

4 Smámynd: Sandra Grettisdóttir

númer 4 komið :)

Sandra Grettisdóttir, 20.5.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Il Mio Quinto Senso e Mezzo

Höfundur

Valdís Alexía Cagnetti
Valdís Alexía Cagnetti
I am the perfect bastard

Bækur

Bækur

Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.

  • Bók: Brennu-Njáls Saga
    ...: Brennu-Njáls Saga
    Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
    *****
  • Bók: The Three Musketeers
    Alexandre Dumas: The Three Musketeers
    Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
    *****
  • Bók: Kristnihald Undir Jökli
    Haldór Laxness: Kristnihald Undir Jökli
    Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
    *****
  • Bók: Like the Flowing River
    Paulo Coelho: Like the Flowing River
    Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
    *****
  • Bók: The Picture of Dorian Grey
    Oscar Wilde: The Picture of Dorian Grey
    Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
    *****

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Spurt er

Hvernig ertu?

Fólk

Vinir mínir

Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!

Ég á öðrum bloggum

Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlist

Video

  • Christina D'Avena - KOR - Sigla-Johnny è quasi magia
    La sigla che ti da i brividi. KOR was so one of my many favorites back in the day and this is the beautiful theme song that I loved when I was itty bitty and it still stays with me as a gazillion other italian kids.
    *****


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband