Komið að því

Já það er komið að því að ég tjái mig enn og aftur.

Svo að allir viti það og um það sé enginn vafi þá gengur enn frekar hægt að koma bisnessnum á koppinn, en þetta eru allt svona praktísk vandamál sem við VITUM hvernig á að leysa en höfum ekki endilega getu til þess eins og stendur, þannig þetta á eftir að taka.., ég segi það enn og aftur, sinn tíma. 

 

Í dag er ég svolítið að vinna í þessu á eigin spýtum, búin að finna nokkra kontakta sem gætu hjálpað til með að bera fréttirnar í einn markhópinn enn, en það kemur bara allt í ljós. Mér finnst einhvern vegin mikilvægt að vera alltaf á verði og alltaf í vinnunni þannig ég fæ gríðarlegt samviskubit þegar ég er ekki að vinna 24/7 af því að velgengni fyrirtækisnis byggist nánast einungis á því hversu mikið við gerum fyrir það, hvað VIÐ látum þetta ganga vel upp. Það er frekar risavaxin byrði þegar út í það er hugsað...sem ég geri næstum hverja einustu stund. En mér finnst þetta líka skemtilegasta og mest spennandi vinna sem ég hef nokkurtíman unnið svo ég vona meira en nokkuð annað að þetta fari að hafast allt saman.

 

 

Afi minn skrifaði mér um daginn, hann og amma eru víst að verða heyrnalaus...ekki vildi ég vera viðstödd þegar þau tala saman, nóg var gargað þegar heyrnin var enn til staða. Nei ljótt, það má ekki grínast svona með gamla fólkið, þau taka þessu samt frekar vel og eru lögst í ferðalög. Þau skreppa reglulega til Cannes og Assisi og svo fóru þau í einhverja einkaþotu-ferð með bróður hans afa eitthvert...Guð einn veit hvert, hann er svo mikill ævintýramaður að það er aldrei að vita hvert hann dregur gömlu hjónin.

 

Ég er mikið að pæla í hvað þróun netsins hefur verið mér góð. Ég skrifa afa og ömmu mun oftar en ég hefði nokkurntíman gert þegar þurfti að handskrifa og ég tala liggur við daglega við Söruh frænku, hún var nú dugleg að skrifa mér í den en eftir við urðum eldri slitnaði sambandið svolítið þar til hún fór að láta sjá sig á msn. Mér er oft hugsað til þess hversu auðveldara hefði verið að halda sambandi við pabba ef ég hefði geta talað við hann daglega á msn. Man samt eftir einhverju forláta i-chat dóti sem hann lét mig prófa þegar ég var svona 12-13 ára, en það einhvern vegin hvarf úr myndinni.  

 

Það leiðir hugann að öðru verkefni sem ég er búin að vera með í fórum mínum lengi, bókin hans pabba...mig langar svo innilega til að gefa hana út, ég bara hef ekki hugmynd um hvernig ég á að snúa mér í þeim málum. Helst vildi ég gefa hana út úti á Ítalíu og hér á Íslandi en þá þarf ég þýðanda og svo segir mér hugur að þeir séu ekki endilega ódýrustu fyrirbæri sem finnast. Ég veit ekki alveg hvernig það á eftir að fara en ég er viss um að ég geri þetta fyrir hann einn daginn.

 

Í öðrum fréttum er ekki neitt svosem, ég og Una sátum yfir sjónvarpinu í gær með ruslfæði stráðu samviskusamlega um allt borð, horfðum á 3 Johnny Depp myndir og svo auðvitað á Top Gear og Boston Legal. Í dag hafði ég svo samband við trygginga kallinn minn af því að Vís gerði mér nýtt tilboð...þau vilja víst ekki missa mig til Varðar, skiljanlegt það.

 

Þetta var frekar róleg helgi miðað við Eurovision og læti sem hefðu eiginlega átt að fylgja því, en ég er ekkert að kvarta, mig er farið að langa norður í sumarfríið mitt sem ég á inni hvernær sem ég vil taka það út...er bara ekki alveg með á hreinu hvenær hentar mér best...skoða þetta allt á næstu dögum.

 

...Og já, svo er það bara að sækja um í háskólanum, minns ætlar að skella sér í sálfræði sé það ekki að verða of seint. Ég er alltaf með allt á seinustu stundu...svona er ég bara, en Sarah sannfærði mig um að sálfræðin sé skemmtileg og ef henni getur fundist það þá hlýt ég að geta fundið það hjá mér líka þar sem ég hef haft áhuga á þessu fagi frá því ég var krakki. :) 

 

Kveðjur allt í kring

 

p.s. ég heimta enn minnst 4 komment og ég lét það slæda seinast en komment frá MÉR sjálfri eru AUÐVITAÐ EKKI GILD. Ég meina...annars gæti ég bara gefið sjálfri mér 4 komment and get it over with og HVAR er gamanið í því?  

 

ta, Alex. Cool

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandra Grettisdóttir

Jahá. En það er nú gott hjá þér að skrá þig í háskólann! Þú verður nýnemi og ég lokanemi, ekki í sama skóla reyndar samt..

Síja.

Sandra Grettisdóttir, 26.5.2008 kl. 20:29

2 identicon

Jæja ljúfust, gott að hafa nóg að gera þá leiðist manni ekki

Ég efa ekki að þú átt eftir að gefa út þessa bók, þú ættir að tala við Alla og Cornelíu þau eru að gefa út, reyndar ekki bækur heldur litla bæklinga og geta eflaust sagt þér til.  Nú og svo auðvita þýðir þú bara sjálf yfir á íslensku og lætur Ómar lesa yfir.  Gæti ekki verið einfaldara

Og að lokum þá styð ég það heilshugar að þú farir að drífa þig norður í sumarfrí.

koss og knús

þín mamma  Og frá Ómari einn svona! 

Guðrún S. Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 19:57

3 identicon

Við verðum skólafélagar aftur! Leikskóli, tónlistarskóli, framhaldsskóli, Háskóli!.... vantar bara grunnskóli ;) 

Marta (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 13:17

4 identicon

Nú er ég búin að skoða seinustu bloggin hjá þér og það er hvergi minnst á það að sama manneskjan megi ekki kommenta tvisvar. Það er bara talað um að kommentin frá þér sjálfri teljist ekki með. This is því hér með fjórða kommentið!

Ég heimta því nýtt blogg! 

Marta (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 15:18

5 identicon

Já, það er allt í lagi að sama manneskjan kommenti tvisvar, en ég tek því ekki ef sama manneskjan kommentar fjórum sinnum í röð...það er bara spam og ekki gilt! Góðar leikreglur nei? hehe. En það virkar allavega, ég hef fengið minnst 4 komment síðan þessi regla kom upp. Ég blogga í kvöld. :D

Takk fyrir öll kommentin btw.  

Alex (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 15:37

6 identicon

"Ég blogga í kvöld" já já er það ekki bara

Kv. Marta hin kröfuharða

Ps. vona að ég sé ekki farin að spamma

Marta (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 11:07

7 Smámynd: Sandra Grettisdóttir

Hey af hverju er ekki kommentað svona mikið hjá mér ha?? Ég er bara farin í fýlu takk fyrir!

Sandra Grettisdóttir, 3.6.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Il Mio Quinto Senso e Mezzo

Höfundur

Valdís Alexía Cagnetti
Valdís Alexía Cagnetti
I am the perfect bastard

Bækur

Bækur

Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.

  • Bók: Brennu-Njáls Saga
    ...: Brennu-Njáls Saga
    Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
    *****
  • Bók: The Three Musketeers
    Alexandre Dumas: The Three Musketeers
    Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
    *****
  • Bók: Kristnihald Undir Jökli
    Haldór Laxness: Kristnihald Undir Jökli
    Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
    *****
  • Bók: Like the Flowing River
    Paulo Coelho: Like the Flowing River
    Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
    *****
  • Bók: The Picture of Dorian Grey
    Oscar Wilde: The Picture of Dorian Grey
    Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
    *****

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Spurt er

Hvernig ertu?

Fólk

Vinir mínir

Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!

Ég á öðrum bloggum

Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlist

Video

  • Christina D'Avena - KOR - Sigla-Johnny è quasi magia
    La sigla che ti da i brividi. KOR was so one of my many favorites back in the day and this is the beautiful theme song that I loved when I was itty bitty and it still stays with me as a gazillion other italian kids.
    *****


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband