4.6.2008 | 17:07
Blogg blogg bloggedíblogg!
Jæja, þá er enn og aftur komið að smávegis uppfærslum og gaman.
Ég er mað MJÖG góða afsökun fyrir því að hafa ekki bloggað í gærkvöldi. Ég er nenfilega drullulasin og var með 39.5 stiga hita í gær, aðeins búið að skána í dag samt en mér líður eins og tusku sem búið er að vinda aðeins of mikið.
Ok on to better news. Í gær sendi ég prófskírteinið mitt til Háskóla Íslands og í dag sótti ég svo um. YAY for me! Vonum bara að ég komist í skóla í haust vúhú.
Seinasta sunnudag klifum ég og Una Esjuna, það var rosalegt, sérstaklega þar sem ég er pínulítið lofthrædd...bara þegar ég er á leiðinni niður samt því þá sér maður alveg hvað þetta er hátt. En mér tókst að fara upp og niður og það var bara nokkuð gaman, get samt ekki lýst hversu mikla strengi ég fékk dagin eftir, þetta var mikil þrekraun.
Ég á að passa Elí þessa vikuna en veit bara ekki alveg hvernig það á eftir að fara fyrst ég er svona mikið lasin, það er ógeðslegt bara að reyna að halda höfði, en mér leiddist svo mikið að ég varð að finna mér eitthvað að gera. Svo er ég ekki búin að borða síðan í hádeginu í gær nema einn ís í nótt til að kæla mig niður...get eiginlega ekki hugsað mér að borða.
Í öðrum fréttum þá voru mamma og Ómar að kaupa sér hund, hún er æðislega sætur dverg-schnauzer og heitir Perla, Aníta elskar nýja hvolpinn sinn og það er víst mikið fjör þar á bæ. En ég ætla að reyna að koma norður í næstu viku ef ég verð orðin almennilega hress...ég býst samt alveg við því þannig að Akureyringar búist við mér...en ég á samt ekki krónu til að eyða þannig það verður ekki djammað eða neitt.
Knús og kossar.
Choccie blonde going to college.
Um bloggið
Il Mio Quinto Senso e Mezzo
Bækur
Bækur
Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.
-
: Brennu-Njáls Saga
Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
-
: The Three Musketeers
Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
-
: Kristnihald Undir Jökli
Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
-
: Like the Flowing River
Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
-
: The Picture of Dorian Grey
Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
Bloggvinir
Spurt er
Fólk
Vinir mínir
Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!
-
Ingi
Ingus mine friend. -
Harpa á myspace
Segir sig sjálft. -
Harpa bloggar
Hér bloggar mesti hello-kitty fan í heimi :D -
Sandra á myspace
Sandy girl -
Sandra
The single most clever person walking the planet. -
Marta á Myspace
MARRRTAAAA!!!!!!! RAHHHH!!!!!! -
Marta
I love you my cowsnooze! Þessi stelpa verður rithöfundur með meiru! I promise! -
Una á myspace
rockstar in the making
keiralechat
Ég á öðrum bloggum
Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.
-
Ég á Myspace
Lucidamente -
Socialmalady
You Can Fall Slave to the Universe Inside a Mind
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey sis, vona að þú sérst nú að ná heilsu! (for totally selfish reasons!).
Til hamingju með Esju klifur... you totally set the bar for me, á þetta eftir og langar nú að taka þig mér til fyrirmyndar og drífa mig í sumar, þarf bara að pray for some good weather einhverja helgina! Hvað voru þið aftur lengi?
Já og til hamingju með að vera búin að senda HÍ umsóknina...enn spennandi, big changes framundan hjá þér!
Hvað er annars að frétta úr vinnunni? Ennþá crazy að gera?
Jæja vonandi reddaru mánud. fyrir mig, svo væri nú gaman að bjóða þér í grillmat einhverntímann í næstu viku áður en þú ferð norður (en samt efit mánud. því Jóhann er á kvöldvöktum og ég er bara að sukka þangað til).
Ciao sis.
Sossa systa (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 22:38
Get well soon darling
Esja?!! Oh dear *takes nap sökum laziness*
I want doggy *dognaps Perla and replaces her with a stuffed monkey* Your family will never notice the difference
Ps. I just love the way systir þín talar! *hugfangin af öllum ensku slettunum*
Marta (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 22:05
Ég er farin að halda að 4 komment is way too much. You gotta lower your standards baby and aim low. (Maður hefur ekkert að gera annað en að vesenast í tölvunni þegar maður á frí) In a way þá er Akureyri pínu boring stundum *puts a fruit basket on head and klifrar upp á skúr og hugleiðir hvort það sé hægt að hjóla fram af án þess að missa a single fruit, just for the fun of it*
Ps. *returns dog* It wanted to eat my little jabba! Gerblamamma sættir sig ekki við það.
Maybe I should try sleep. I'm starting to bulla a bit
Marta (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 03:11
Góða nótt...
Ætli ég sé farin að spamma?
Marta (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 03:13
SPAM!!!
www.DirtySexxx.com (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 03:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.