18.12.2006 | 21:45
Haltu mér fast ég er að drukkna.
"E quando un giorno ti' incontero, magari per là strada, magari proprio sotto casa tua..."
Vasco Rossi bjargaði lífi mínu, ef það er ekki ástæða til þess að hlusta á nokkur lög með honum þá skal ég gefa þér enn betri ástæðu, hann er frábær. Þetta á auðvitað frekar við fyrir þá sem skilja ítölsku, enda tel ég textana hans eitt það besta við lögin hans, gítar sólóin eru þá allnokkuð góð líka en lag línurnar eru frekar einfaldar að mínu mati, en það gerir bara það að verkum að maður tekur textana enn betur inn.
Ég elska Vasco, hann er það eina sem ég á eftir af föður mínum, hann gefur mér með hverju lagi bút af persónuleika sem er ekki lengur til. Pabbi minn, ég held að lögin hans Vasco hafi skrifað líf hans. Ég notfæri mér þau til þess að átta mig á því hvernig ég vil ekki að líf mitt verði, en ég held ég sé smám saman að láta tæla mig inná þennan sama veg. Kannski vakna ég einn daginn og finn að minn endir verður sá sami og pabbi min hlaut.
Hvað sem því líður þá talar Vasco um allt, frá löngun sinni til að káfa á brjóstum yfir í hvað nútíminn er scary fyrirbæri. Hann fer út í að lýsa sambandi miðaldra manns við unglingstúlku yfir í að útksýra af hverju okkur er öllum sama um allt og viljum bara fara á fyllerí og hmm...er þetta orð til á íslensku? Fregare? Plata fólk? Gera alla grama? Uh...held það sé ekki beint orð yfir þetta...allavega tekst mér í fljótu bragði ekki að finna það.
Vasco hefur gefið mér aftur búta af pabba sem mér tekst að gleyma, maður vill jú alltaf fegra ímynd hinna dauðu, sérstaklega ef okkur hefur þótt vænt um þá. Hvað sem öllu þessu líður þá hef ég bara eitt að segja:
In fondo siamo solo noi, hehe.
Siamo solo noi
che andiamo a letto la mattina presto
e ci svegliamo con il mal di testa
siamo solo noi
che non abbiamo vita regolare
che non ci sappiamo limitare,
siamo solo noi
quelli che non han più rispetto per niente
neanche per la mente
Siamo solo noi
quelli che poi muoino presto
quelli che però è lo stesso
siamo solo noi
che non abbiamo più niente da dire
dobbiamo solo vomitare
siamo solo noi
che non vi stiamo più neanche ad ascoltare
siamo solo noi
quelli che non han più rispetto per niente
neanche per la gente
siamo solo noi
Quelli che ormai non credono più a niente
e vi fregano sempre
siamo solo noi
che tra Demonio e Santitá è lo stesso
basta che ci sia posto
siamo solo noi
che faccimo colazione anche con un toast del resto
siamo solo noi
quelli che non han più voglia di far niente
rubano solamente
siamo solo noi
generazione di sconvolti
che non han più santi nè Eroi.....
Siamo solo noi !
Hlustið á Vasco...ef ykkur vantar þýðingar á textum...get ég alltaf reynt þó ég lofi ekki að láta þá ríma hehehehe!
Ciao, Alex.
Um bloggið
Il Mio Quinto Senso e Mezzo
Bækur
Bækur
Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.
-
: Brennu-Njáls Saga
Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
-
: The Three Musketeers
Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
-
: Kristnihald Undir Jökli
Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
-
: Like the Flowing River
Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
-
: The Picture of Dorian Grey
Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
Bloggvinir
Spurt er
Fólk
Vinir mínir
Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!
-
Ingi
Ingus mine friend. -
Harpa á myspace
Segir sig sjálft. -
Harpa bloggar
Hér bloggar mesti hello-kitty fan í heimi :D -
Sandra á myspace
Sandy girl -
Sandra
The single most clever person walking the planet. -
Marta á Myspace
MARRRTAAAA!!!!!!! RAHHHH!!!!!! -
Marta
I love you my cowsnooze! Þessi stelpa verður rithöfundur með meiru! I promise! -
Una á myspace
rockstar in the making
keiralechat
Ég á öðrum bloggum
Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.
-
Ég á Myspace
Lucidamente -
Socialmalady
You Can Fall Slave to the Universe Inside a Mind
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.