Færsluflokkur: Bloggar
21.6.2007 | 21:50
I laugh in the face of danger...
Jamm það fékk sko að reyna á það núna um daginn. Við fórum nefnilega með Linda frænda að járna hestana, þegar við komum var búið að járna alla nema Venus og Tvist, Tvistur er sko eldgamall ævaforn hestur en hann leynir alvarlega á sér. Allavega þá var Lindi að snyrta hófana á henni Venus og Alli héllt henni á meðan Svava hélt honum Tvist, ég sá alveg á honum að hann var óstyrkur greyið gamli, en Svava virtist hafa róandi áhrif á hann.
Ekkert meira með það nema Svava þurfti að skreppa frá þannig ég hélt við Tvist á meðan hún var í burtu og ég sá að hann varð strax órólegri þegar hún fór. Svo kom svava aftur og Tvistur róaðist aðeins. Nema hvað, Svava segir við Alla að hún hafi þurft að hringja í vinnuna og segja að sér seinkaði því hún ætlaði í heita pottinn eftir járningarnar til að lykta ekki eins og hross í vinnunni. Hann sagði henni þá bara að fara núna og að ég gæti haldið Tvist á meðan þeir kláruðu að járna Venus. Ég tók við Tvist á þá fór nú aldeilis að hitna í kolunum.
Fyrst var Tvistur bara óstyrkur og nuddaði sig mikið bæði við mig og tréverkið, hann var að reyna að losa af sér múlinn en ég ýtti honum bara þar sem hann átti að vera og reyndi svo að tala við hann og klappa honum til að hann róaðist. Hann var þó ekki alveg á því að róast niður og tók svo bara upp á því að prjóna, mér dauðbrá þegar hófarnir voru komnir uppá trégrindina og ýtti þeim aftur (og fékk komment á hvort ég væri orðin brjáluð...ég vildi bara losna við danglandi hófa frá andlitinu á mér!) svo prjónaði hann aftur, þáýtti ég honum rækilega aftur og gerði eins og Alli sagði mér að gera, vafði tauminn tvisvar utan um stálránna og hafði hann eins nálægt með hausinn og hægt var...það var ekki SJÉNS að hann gæti prjónað, nema hvað...þetta ÞRJÓSKA HROSS ákveður að prjóna bara samt, hann sleit tauminn og munaði minnstu að hann sparkaði í hausinn á mér og handleggin, ég rétt náði að forða mér.
Þegar hér var komið sögu ákváðum ég og Alli að skipta og hann hélt Tvist á meðan Lindi kláraði að járna Venus en ég hélt við hana á meðan. Ég elska Venus, hún er rólegasti hestur í heimi. Bærði varla á sér á meðan á þessu stóð.
Allavega náðum við að klára að járna venus og ég ætlaði svo bara að halda henni á meðan Alli og Lindi frændi bisuðu við að snyrta og járna Tvist. Nema hvað, það var bara ekkert hægt að járna Tvist, hann prjónaði og sparkaði og hoppaði og lét öllum illum látum, að endingu vafði Alli tauminn tvisvar um slánna eins og ég gerði, nema hvað, einvhern veginn tókst Tvist að kippa það fast í tauminn að hann dróst út og þannig fékk hann nóg pláss til að prjóna og sparka í hausinn á Alla.
Það fór að fossblæða úr nefinu á honum og ég get svo svarið að ég hef sjaldan verið jafn hrædd...ég hélt að það væri að blæða frá heilanum á honum eða eitthvað af því ég sá aldrei hófana fara nálægt nefinu á Alla, bara í hausinn. En krafturinn í högginu var víst nóg til að það sprakk æð í nefinu á honum en það er í lagi með hann og ég er bara með smá rispu á hendinni þar sem hófurinn á Tvist rétt náði að strjúkast við. Eftir þetta var ekki reynt neitt frekar að járna Tvist...óþekki hestur.
Hehe, annars er mest lítið að frétta héðan, ég er farin að hlakka svo mikið til að komast á hestbak. Una kemur á morgun, ég sækji hana á flugvöllinn kl. 12:00 og það verður gaman. Erla og Tryggvi eru hér enn en ég held þau fari á morgun. Þau buðu okkur út að borða á Greifann í dag....that was wonderfully wonderful and I ate toooooo much. Afi bauðst til að kaupa fartölvu handa mér en ég sendi honum e-mail og reyndi eftir mætti að segja honum að ég geti vel keypt mér fartölvu sjálf eftir svona 3-4 mánuði...það er ekki svo langt. Ég efast samt um að hann muni hlusta á mig.
Jamm....það eru bara engar aðrar fréttir af mér.
Hit me up if you wanna chat...drunken hen cuddle, tootles Choccie Blondie.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2007 | 20:26
Idle Hands....
"For Satan finds some mischief still for idle hands to do."
~Isaac Watts (1674-1748)~ from the book DIVINE SONGS For Children (1715),
Chapter: AGAINST IDLENESS AND MISCHIEF
(Ég og Quarashi)
Yupp, I'm pretty idle these days, no goin around it. Tölvan er enn biluð og ég hef bara ekkert efni á nýrri strax þannig ég get ekki gert mikið tónlistarlega séð. Þetta námskeið sem ég skráði mig á hefur enn ekki verið dagsett og lítið sem ég get gert í því annað en að bíða að þeir ákveði hvort sé nóg þáttaka til að halda það á annað borð.
(Hera og Freyja)
Ég hætti við að fara á reunion, fékk endurgreitt og allt, aðallega af því að ég nennti ekki að fara alveg Hörpulaus og svona. Hún ákvað á seinustu stundu að skreppa með Hafdísi til Spánar. Furðulega hafði mig byrjað að hlakka örlítið til, en það var ekki nógu mikið til að ég nennti að fara ein, þekki næstum engann lengur.
Fann mér áhugavert efni til þess að skrifa smásögu úr. Kannski skelli ég henni á þetta blogg, ef ég nenni, þegar ég er búin að skrifa hana. Held hún muni jafnvel verða pínu fyndin, væri til í að gera stuttmynd úr henni en kannski svolítið erfitt due to its nature. Hún yrði allavega ekki við hæfi barna.
Una kemur næstu helgi! JEIJ!!! Múslí dansar af gleði niðri í kjallaranum, ef hann man þá eftir henni, það er aldrei að vita með þessa ketti.
Ég er byrjuð að leita mér að vinnu aftur, í þetta skiptið er ég að skoða vinnu í Reykjavík og ætla að drífa mig í að sækja um. Þarf að fara að keyra allt áfram ef maður á að vera kominn suður í lok ágúst eða byrjun september. Kvíði samt pínu fyrir, þetta er búið að vera svo yndislega gott frí og einmitt nákvæmlega það sem ég þurfti að það liggur við að mig langi ekkert til þess að vera að rífa mig upp og flytja aftur og fá mér einhverja vinnu og drullast svo að endingu í háskólann. Það virðist bara einhvernveginn svo mikið mál :(
Í kvöld koma svo Torfi Páll og Berglind með vin hanns Torfa Páls, en Orlyn ákvað að koma ekki að sinni. Veit ekkert hvenær hann ætlar þá að koma, skilst að það verði ekki næstu heldur jafn vel þarnæstu helgi eða eitthvað. Anyways...Erla og Tryggvi ætla líka að heimsækja okkur einhvern tíman eftir helgi skilst mér...mikið að gera með alla þessa gesti en það er líka bara gaman.
Í haust ætla svo mamma og Ómar að leigja af mér minn hluta af svæðinu sem ég á niðri þannig að tekjuskerðing mín verður ekki alveg jafn slæm og ég bjóst við. Ég mun allavega tóra, sérstaklega þar sem ég mun einnig vera að vinna, það ætti nú alveg að bæta mér upp tekjuskaðann og meira til.
OH ÉG HLAKKA SVO TIIIIIILLLLL bráðum ætlar Lindi frændi að JÁRNA hrossin okkar!!! And then it will be hroseriding every week þangað til ég fer suður aftur :( En bráðum þarf ég líka að fara að huga að tamningunni hjá Quarashi, hann varð 3 vetra þann 9.6.2007 þannig að nú er allt að fara að gerast. Það fer að koma að því að ég þurfi að ákveða hvort ég ætli mér að selja eða halda hrossunum mínum og það fer náttúrulega bara nákvæmlega eftir því hvað ég á mikinn pening vegna þess að ef ég ákveð að halda þeim þá þarf ég að sjá fyrir þeim sjálf. I'm a big girl now....God, I hate it. I hate decision making! Ég get ekki einu sinni ímyndað mér að láta Heru frá mér...ég hef átt hana frá því áður en hún fæddist! Við erum búnar að hanga saman í öll þessi 11 ár sem hún hefur verið til, og Quarashi er sonur hennar þannig að ég hef átt hann í öll þessi 3 ár sem hann hefur verið til!
Jæja, í kvöld er víst mesta djammkvöld ever þar sem mikið er að gerast í Sjallanum, no request og whatnot svo þetta blessaða bíla-dótarí hérna á Akureyri og ég hef bara sjaldan séð jafn marga á bílastæðinu á Glerártorgi og í dag það var bara allt troðið sýndist mér.
Þannig er nú það, held að þetta sé bara orðið ágætt og sundurlaust hjá mér í kvöld.
Catch you when you fall,
tootles form me...the Chocolate Blonde of your dreams ;) *teehee*
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2007 | 16:41
Hiti og Sól fyrir Austan!
Jæja já, ég var að taka þátt í einhverju svona happdrættis-keppnis-dótarís-dóti. Hey, það er aldrei að vita skiluru?...maður gæti unnið eitthvað! En allavega þá var ég fyrir austan um helgina og það var fínt, hitti eitthvað af fólki og svo skruppum við í Atlavík með Anítu Þöll þar sem ég tók slatta af myndum af henni og rennbleytti á henni tásurnar...jamm ég heimtaði nefnilega að sveifla henni yfir smá lækjarsprænu og það gekk vel aðra leiðina en þegar ég ætlaði að sveifla henni aftur til baka þá var hún öll á iði og ég missti hana aðeins með tásurnar niðrí læk áður en ég náði henni yfir aftur...henni fannst það gaman, mömmu...not so much.
Nú hleypur Aníta í hringi og syngur: "Gaugaa gaugaa gauggaaa upp í giliiii..." alltaf gaman að henni. ;)
Ég var að klára Breakfast of Champions eftir Kurt Vonnegut og áttaði mig enn og aftur á því að ég FÍLA Kurt Vonnegut, ég er líka í miðjum klíðum að reyna að lesa Huck Finn aftur....not working out quite as planned...ég held ég hafi haft meira gaman að henni þegar ég las hana seinast og þá var ég 10 ára, hafði meira þol í að lesa þá...nú þurfa bækurnar að grípa mig helst strax í fyrsta kafla svo ég fái ekki drullu leið á þeim.
Unnnaaaaaaa, koddu í heimsókn svo ég geti gefið þér afmælisgjöf...ég kemst ekki suður neitt alveg á næstunni!
Orlyn ætlar að koma í heimsókn næstu eða þarnæstu helgi, ég man ekki, honum drulluleiðist víst í Reykjavík which frankly I don't understand! Ef hann kemur næstu helgi þá sjáumst við eitthvað en ef það er þar næstu helgi þá verð ég víst á einhverju reunioni, hvað er ég eiginlega búin að koma mér í? Hehe ég er viss um að það man enginn eftir mér hahaha...nema náttúrulega Harpa og Nadine og kannski einhverjir örfáir aðrir. ;) En jæja þetta verður fróðlegt.
Nú þarf ég að hætta því barnið er að hamast í mér eins og ég sé klifurgrind eða tré eða eitthvað álíka spennandi og ég hef bara ekki orku til að skrifa á meðan á þessu gengur.
Takk fyrir mig, Choccie Blonde signs out for now.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2007 | 18:53
Just Another Monday on a Wednesday
Mood: Wistful, Carefree and ambitious
Music: Simpatico-The Charlatans UK
Favorite: My brand-spankin- new bathrobe from Marrika
Ello Baby girls and boys, what's poppin?
Ég er loksins búin að gera upp við mig hvað ég ætla að gera í sambandi við reunion og ég ætla á þetta allt. Búin að borga fyrir skóla reunion og svo er Sardínuveislan og eftir það mitt eigið Öngulstaðaættarmót. Ég er líka búin að skrá mig á námskeið á impra.is sem heitir Stofnun og stjórnun lítilla fyrirtækja eða eitthvað svoleiðis, man ekki alveg og ég hlakka geggjað til að sjá if I can pull this off and make my idea into a working business, that would be mega :)
Ég eyddi gærdeginum í að downloada TONN af tónlist m.a. eftir þessa tónlistamenn:
Thin Lizzy
The Rolling Stones
Led Zeppelin
Elton John
Alice Cooper
The Sex Pistols
The Bealtes
The Ramones
Guns n Roses
Queen
Elvis Presley
Jimi Hendrix
Metallica
Black Sabbath
Nirvana
Weezer
Bastards of Melody
Green Day
Aerosmith
R.E.M
Pearl Jam
James Brown
The Kinks
Janis Joplin
Jimmy Eat World
My Chemical Romance
Fall Out Boy
AFI
The Charlatans UK
Alanis Morisette
Method Man
Tupac
The Notorious B.I.G
Run-D.M.C.
Jay-Z
Snoop Dogg
Eminem
Public Enemy
Cypress Hill
Beastie Boys
Pink
Shakira
Joaquín Sabina
Vasco Rossi
Buena Vista Social Club
Billie Holiday
Louis Armstrong
Nina Simone
Aretha Franklin
Linkin Park
Evanescence
Cat Stevens
Otis Redding
...Og Þið sem nennið ekki að lesa þennan örstutta lista eruð bara lubbar ;) bwahahahaha!
Svo er bara eitt sem er virkilega að bögga mig og það er að mig vantar nýja tölvu og hljómborð, sem þýðir að ég get ekki keypt mér bassa strax þó ég sé búin að vera að safna fyrir honum like crazy...ég verð bara að gera það seinna...fyrst hljómborð og virkandi tölva. Jæja, ég ætla ekkert að segja frá miklu meiru í bili enda ekkert það mikið að gerast.
Knús frá mér.
Alex the chocolate blonde from hell...múahahahhahahaha!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.6.2007 | 17:29
Simmer Down....
Mood: Gritty, Rowdy and Energetic
Music: Break Up- Bastards of Melody
Favorite: My boxing gloves, gotta love em.
Vá....þessi dagur hefur farið í ekki neitt.
Ég ætlaði að vera geggjað dugleg og vakna sko bara klukkan 11 í morgun, en þegar klukkan hringdi kl nákvæmlega 11 þá var ég bara ennþá að reyna að sofna which totally sucked ass. Þannig að ég var bara að drulla mér á lappir klukkan þrjú og er svo bara búin að hanga í tölvunni og eitthvað síðan þá.
Ég er ennþá að reyna að ákveða hvort ég eigi að fara á þetta blessaða rejúníon með gamla góða bekknum mínum, en málið er einfaldlega það að ég veit ekki alveg hvort það sé þess virði, þetta kostar nefnilega slatti mikið og ég hef ekki beint verið dugleg að halda sambandi við þetta fólk í gegn um tíðina þannig ég veit ekki alveg hvernig þetta verður.
Margt spennandi að gerast núna, ég var að taka stóra ákvörðun sem viðkemur viðskiptum, ég er nefnilega búin að vera í all stórkostlegum pælingum og það getur bara vel verið að ég fari að skella mér út í business á næstunni. Þá kannski hættir fólk að hafa áhyggjur af því að maður ætli sér ekki að gera neitt í lífinu eða eitthvað.
Fyrrr má nú aldeilis vera paranoian í fólki ef maður er ekki alltaf hreint í vinnu. Ég ætlaði nú bara að taka mér frí í sumar og hef alveg fullkomlega efni og tök á því og samt eru allir í panik yfir að ég sé ekki að vinna, allt í einu er maður bara stimplaður sem einhver atvinnulaus moocher og letihaugur! Ég er nú bara 21 árs og ef ég má ekki skoða heiminn og skemmta mér núna...hvenær þá? Þegar ég verð á grafarbakkanum og hef ekki lengur heilsu til neins? Held nú síður!
Annars hef ég skoðað slatta af auglýsingum en það er bara ekkert í boði sem ég hef áhuga á, nema þá framtíðarstörf og ég get ekkert farið að sækja um starf á þeim forsendum þar sem ég verð ekki mikið lengur hér en þangað til í lok ágúst. Þannig að ég hef það bara fínt svona í bili og passa mig bara aðeins á eyðslunni, síðan ef þetta businessplan mitt fer í gang þá bara fínt mál.
Jæja, ég ætla að fara að taka úr þvottavélinni og þvo meiri þvott, af því ég er svo dugleg. Svo er Títan mín farin að garga: "DIDDDAAAAAAAA!!!!!!!!" og þar með er ég farin.
Ciao! Chocolate Blonde on a quest for human sanity.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2007 | 19:16
I Will Fall if You Save Me...
Jamm, blessaðan daginn allir littlu gerlarnir mínir...
Það er ekki svo margt að frétta af mér, ég er komin með mitt eigið SJÓNVARP og DVD-PLAYAH...which is the best kinda playah there is hahaha....bad joke, sorry...moving along.
Ég held ég sé farin að venjast börnum of mikið, ég virka eiginlega ekki almennilega lengur þegar ég er lengi í burtu frá Títunni minni, sakna hennar bara rosalega. Ég sem ætla ekki einu sinni að eignast mín eigin börn (og það er gott mál, trúið mér...getið þið ýmindað ykkur hverslags frekjutrippi og fucked up psychos myndu fæðast í heiminn if I ever reproduced?).
Allavega er Soffía systir búin að panta mig til að passa Elí Smára fyrir sig þegar ég flyt aftur suður, ég er nú ekkert viss um að ég muni hafa mikinn tíma til að standa í barnapössunum þá, en það er hægt að athuga allt.
Ég fór suður seinustu helgi og hitti Unu mína, við fórum á Pirates og það var snilld mér er skítsama hvað einhverjir lubba critics hafa um málið að segja, það sem var mest áberandi við þessa mynd samt var einmitt það að hún er gerð for the fans þannig að ef þú ert ekki búinn að sjá hinar tvær þá náttúrulega situru bara þarna og klórar þér í hausnum....og ef þú fílaðir ekki hinar tvær...af hverju í andskotanum ertu þá að fara á þriðju myndina? Mér fannst önnur myndin ekki nógu góð samt, en þessi var bara frábær og Johnny er SNILLINGUR....I tells ya.
Í gær kom svo my darling Sandykins í heimsókn til mín og við horfðum á TWINS, bwahaha...Arnold Schwarzenegger og Danny DeVito og öll sú yndislega klisja og gamaldagsfílingur sem þessari mynd fylgir. Kisi minn kúrði svo hjá henni Söndru allt kvöldið og vildi ekki víkja frá henni, ég hef aldrei...ALDREI séð þennan kött láta svona eða taka neinum svona vel. I'm jealous!
Myndirnar frá London eru komnar inn, farið bara í myndaalbúmin og leitið af LONDON 2007 (þetta sést ekki á síðunni lengur.) Og ég nenni eiginlega ekki að stela myndum af Unu þannig þið verðið bara að skoða hennar síðu ef þið viljið sjá allar FLOTTU myndirnar þar sem Una er upprennandi ljósmyndasnillingur með meiru plus very artsy stuff. Já og btw...
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ UNA :)
Mood: happy, relaxed, laid-back, mellow and in a party mood!
Music: The Essential- Peter Tosh
Favorite: My new tv and dvd-player.
Person of the day: UNA BIRTHDAY GIRL!
TOOTLES, CHOCOLATE BLONDE WHO'S STUCK ON THE CAPS LOCK KEY!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2007 | 16:16
Home Sweet Countryside
Er hægt að segja annað en að Akureyri sé sveit?
Alltaf þegar ég er búin að vera hérna lengi þá finnst mér þetta bara vera slatti stór bær og Reykjavík vera borg beyond a shadow of doubt. Svo fer ég til Rómar. You have to have seen Rome live to really understand, we're talking about what...4 cities all built on top of one another...everything is CHAOS, þegar maður kemur úr því og til Akureyrar þá er það eins og að stíga inn í friðsælan skóg þar sem ekki er sálu að finna.
Ég elska elska Söruh og Silviu ( Silvia er systir pabba og Sarah er dóttir hennar) Þær gefa mér vissan pabba-fíling...þær eru svoooo líkar honum í hugsun. Afi og amma eru alltaf jafn skrítin. Sarah var að reyna að útskýra fyrir Unu hversu skrítin þau eru: "They're not just weird becaue they're from another country, they're weird to people here, they're even weird to us and we're their family!" Hahaha...dúllur samt, þau eru sko ekki scary eða neitt...bara dáldið...öðruvísi.
Brandari ferðarinnar: 500 gr af pasta á hálfa krónu, 12 klósetrúllur á 94 aura, 1 kíló af jarðaberjum á 200 kr og 2 lítrar af rauðvíni á 89 krónur. Róm er staðurinn til að búa á ef maður er á Íslenskum launum. Leiga á tveggjaherbergja íbúð u.þ.b. 500 evrur. skemmtið ykkur vel! :)
Lag ferðarinnar(fyrir mig) : Wild is the Wind- Nina Simone
Uppáhalds: Afmælið mitt: Hyde Park með súkkulaði, Paulo Coelho og tónlist, Hard Rock kvöldmatur sem var New York Steik með kartöflustöppu og grænmeti og hvítlaukssmjöri og svo brownie með ís í eftirrétt. Godiva búðin...it's too good to be true. Chagall sýningin í Róm og göngutúr með voffana í Villa ( Villa Pamfili) og svo AUÐVITAÐ ís hjá Tony og segja hæ við Giovannone ;) Vá hvað þessi ferð var skemmtileg.
Activities: Jack the Ripper göngutúr, Shakespear and Dickens göngutúr, Sherlock Holmes safnið, Museum of Natural history, Virgin Megastore, HMV, La Senza ;), Marlboro Head, Hard Rock, Hyde Park, The Beatles Museum and Store, Abby Road, Orsini, Posini's, Godiva...nammi, Ég stóð í svartamarkaðsbraski með lestarmiða þegar við millilentum aftur í London svo að við kæmumst aftur í Godiva (við vorum sko í 8 tíma í London því það var svo langt á milli vélanna okkar.). Vá...ég veit ekki ef ég er að gleyma einhverju þá sést það örugglega á myndunum...þegar ég nenni að setja þær upp sem er ekki núna...sorry ;)
Mood: Too chipper for sanity
Music: Green Day- International Superhits!
Hvað næst: atvinnu viðtal í vikunni :)
Chocolate Blonde extends her usual "Ta" to all who read this God forsaken blog...and for Pete's sakes...DO COMMENT...no one will bite you...even if you just happened to end up here....jamms...munið að skrifa athugasemdir eða kvitta í gestabók!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2007 | 21:38
Ferðalög
Nú leggst ég í ferðalög, og ekki seinna vænna, mín bara að verða geðveik á gamla góða Íslandi. Allir hafa sín takmörk og ekkert teygjist út í hið óendanlega...nema kannski eilífðin but I wouldn't know anything about that.
Þol mitt fyrir Íslandi hefur alltaf verið í nokkru lágmarki, ég er rakki að uppruna. Já, ég er blendingur, hálf Íslensk en hinir tveir fjórðungarnir skiptast bróðurlega milli Ítalíu og Frakklands. Fjölskyldu mína í Frakklandi hef ég þó aðeins hitt einu sinni en væri alveg til í að eyða ævinni hjá þeim, svo gestrisin og yndisleg eru þau. Úti á Ítalíu hef ég hins vegar búið í æsku minni heil fimm ár og síðar ferðast þangað nánast árlega þannig það hefur aldrei verið minn vani að halda mig við eitthvað eitt land.
Hvert er ferðinni svo heitið í þetta skipti? Það mun víst vera London sem heillar hjarta mitt í þetta sinn en svo er ferðinni heitið í viku retreat til Rómar, á æskuslóðir mínar, þar sem ég mun hitta afa minn og ömmu og systur hans pabba. Pabba sjálfan get ég því miður ekki hitt, en því valda tæknilegir örðugleikar, þar sem erfitt er að ná tali af hinum dauðu.
Í kvöld ligg ég í listaskrifum og töskupakkeríi, á morgun flýg ég svo til Reykjavíkur og þar mun ég gista í tvær nætur respectively, heima hjá Unu. Þeir sem hafa vilja eða áhuga á að "rekast" á mig endilega hangið í kringlunni...nei djók...þið vitið hvernig þið eigið að ná í mig og ef ekki...then I probably don't want to meet you anyway!!!! Djók.
Svo er bara að hlaða i-pod draslið sitt af skemmtilegum lögum...if you guys have any suggestions I'm open to them. Annars bara allt í góðum fíling. Hlakka til að sleikja sólina...although that saying has always creeped me out, I feel sorry for the poor unsuspecting sun. So dig up that sunscreen, blast some juice tunes...see if you can dust off that brittish accent and get down and dirty with it. London, here I come!
Lag: Sunny Afternoon-The Kinks.
Uppáhalds hlutur í dag: 11.000 króna leðurhatturinn minn og diesel sólgleraugun
Mood: Vibrantly gleeful and excited, slightly annoyed.
Person of the Day: Cicero, for introducing the art of refined letter writing to European culture.
Tootles to you all my little critters,
from a Chocolate Blonde who's going to have a great little pre-summer vacation.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 17:33
Halló Halló
Ég bara hress, var að koma frá borg óttans, en þar var ég viðstödd fermingu litlu frænku minnar, allt voða fallegt.
Ég ætti eiginlega ekki að vera að halda uppi bloggi eins og er því ég hef EKKERT merkilegt að segja, nema það að ég er að fara út eftir....9 daga! 9 is a lucky number....this must mean that today is a good day! Nema náttúrulega ef horft er frá því óskeikula sjónarhorni að allir dagar hljóti að vera góðir dagar...prófaðu bara að sleppa degi.
Það er köttur, hann býr niðri, hann segir mjá...ég á þennan kött. Ég vildi að hann tæki uppá því að gelta. Búin að fá leið á að mjálm haldi mér vakandi um nætur...gelt væri tilbreyting. Ég hef reyndar áreiðanlegar heimildir fyrir því að kötturuinn minn sé fær um að jarma þegar honum svo þóknast.
Stelpur mínar, þið þurfið að fara að segja mér eitthvað slúður, ég er ekki alveg inn í öllum málum, en hef þó heyrt því fleygt að eitthvað sé að gerast í ástarmálum annara...ég er forvitin. Þeir sem geta, endilega takið þetta til ykkar og segið mér ALLT. Ég vil vita allt. Nú og ef enginn tekur þetta til sín þá bara er greinilega ekkert að gerast hjá neinum.
Rest is all the same, as always...
Brjáluð ungabörn, gestagangur, skrif, tónlist, endurbætur og betrumbætur, hænsnafætur, blóm, klipping og litun, fermingjagjafir, undarlegir hlutir sem gerast, fáranlegar draumfarir á næturnar sem hafa ekkert með raunveruleikann að gera, væg geðbilun, klikkun í kerfinu og ýmislegt annað alltaf við sama heygarðshornið.
Choccie Blonde out.
Post Scriptum....but how DO you know what you're going to do until you've done it? I mean it...HOW?!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2007 | 21:39
He Plays Like Me
He plays like there's no tomorrow
and sometimes I'm sure there won't be
Never waste a minute, they're all borrowed
and tonight is the last you'll ever see of me
So it's a fast ride and you're too giddy to watch
Sometimes you think you're gonna puke
it's all just a bit too much
if you live this night through it's a fluke
He's so out of touch it's enchanting
really he's just charming
he could charm the pants off a leprechaun
and you'd never know what went wrong.
He plays dirty like the price is gold
and sometimes he makes me believe it
Never slow down, never grow old
speak too fast for anymone to percieve it
So it's a fast ride and you're too giddy for good sense
sometimes you think this is it
it seems like it's the end
and if you live through the night you'll throw a fit
He's so disconnected it's amazing
really he's just crazy
he could charm the socks off a giraffe
and you'd never be fast enough to see him laugh.
He plays innocent like he believes it
and sometimes he makes me too.
Never act like you really need it
because the truth is you never do
So it's a fast ride and you're too giddy to make sense
sometimes you think this is it
you feel like it's the end
and if you live through the night you'll repent...a bit
He's so disfunctional it's endearing
really he's just healing
he could charm the fuck out of you
and you'd never see it comming, you never would.
He plays like me, he plays like me
and sometimes I like to play together.
Act like it's the last thing you'll see
but look for it wherever.
So it's a fast ride with bad eyesight and both hands tied.
Oh you'll think this is it
you'll soon die
and if you live the night you'll just give up and sit.
We're so delusional it's frightning
really we're just thunder and lightning
we could charm the life out of you
and you'd never see us comming, you never would.
Mér leiðist heima, ég skrifa ruglaða texta og læt mér leiðast ennþá meira. Þessi texti hefur rætur að rekja til raunveruleikans, en er þó að nokkru leyti skáldskapur...við skulum leiða hugann sem minnst að því við hvaða fólk hann á, svoleiðis er aldrei gaman að opinbera fyrir almenningi. En þetta er hvort sem er lélegur texti...bara svona 22:00 texti ef svo má að orði komast.
Tootles, Choccie blonde sem hefur ekki frá neinu að segja í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Il Mio Quinto Senso e Mezzo
Bækur
Bækur
Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.
-
: Brennu-Njáls Saga
Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
-
: The Three Musketeers
Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
-
: Kristnihald Undir Jökli
Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
-
: Like the Flowing River
Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
-
: The Picture of Dorian Grey
Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
Bloggvinir
Spurt er
Fólk
Vinir mínir
Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!
-
Ingi
Ingus mine friend. -
Harpa á myspace
Segir sig sjálft. -
Harpa bloggar
Hér bloggar mesti hello-kitty fan í heimi :D -
Sandra á myspace
Sandy girl -
Sandra
The single most clever person walking the planet. -
Marta á Myspace
MARRRTAAAA!!!!!!! RAHHHH!!!!!! -
Marta
I love you my cowsnooze! Þessi stelpa verður rithöfundur með meiru! I promise! -
Una á myspace
rockstar in the making
keiralechat
Ég á öðrum bloggum
Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.
-
Ég á Myspace
Lucidamente -
Socialmalady
You Can Fall Slave to the Universe Inside a Mind
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar