Færsluflokkur: Bloggar
5.1.2007 | 15:36
Gleðilegt ár og brostin heit
Jæja, nýtt ár er hafið og með því fylgir allt þetta venjulega bras, áramótaheitin falla í hrönnum og góða skapið og bjartsýnin fara dvínandi. Ekki hér samt, ég hef nefnilega ákveðið að þetta sé árið. Það er kannski ekki öllum fullljóst hvað ég á við með því, en ef þú veist það ekki ,þá var þér einfaldlega ekki boðið.
Fer að koma að því að maður taki niður jólaljósin en það gerir ekkert til, á móti kemur að það er farið að birta, ekki mikið eða á mjög áberandi hátt en engu að síður er það eitthvað byrjað.
Hér er það sem ég VEIT með eins mikilli fullvissu og ég get nokkurn tíman búið yfir (þið sem þekkið mig munuð skilja þetta) að mun gerast á árinu:
Ég fer til Spánar að læra spænsku í 3 mánuði í sumar.
Ég fer til London að chilla einhvern tíman í kring um páskana.
Ég mun fá mér vinnu, já ég, sjálf prinsessan á bauninni mun drullast til að fá mér vinnu svona til tilbreytingar.
Ég mun vinna að tónlist, sjáum til hvað verður úr tónlistinni en ég mun í það minnsta vinna að henni.
Ég mun djamma, allavega miklu meira heldur en seinustu ár.
Ég mun kynnast nokkuð stórum slatta af nýju fólki.
Við verðum skrefi nær hinum eilífa draumi og kannski, ef vel heppnast, munum við brotlenda í honum miðjum...hey shit happens, right Una?
Ég mun hefja ástund á einhverskonar líkamsrækt, það er alls ekki fyndið hvað ég er mikill aumingi, ég þarf að vera sterkari.
Ég mun flytja einu sinni enn, til Reykjavíkurborgar (segir sú sem er nýflutt frá Reykjavík hehehe)
Ég held að þetta sé allt það sem ég get verið nokkuð viss um að muni gerast.
En þegar maður virkilega hugsar um það, hvernig getur maður þá vitað hvað maður mun gera fyrr en maður hefur gert það?
Chocolate blonde says goodbye and scurries off to the shower.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2006 | 21:45
Haltu mér fast ég er að drukkna.
"E quando un giorno ti' incontero, magari per là strada, magari proprio sotto casa tua..."
Vasco Rossi bjargaði lífi mínu, ef það er ekki ástæða til þess að hlusta á nokkur lög með honum þá skal ég gefa þér enn betri ástæðu, hann er frábær. Þetta á auðvitað frekar við fyrir þá sem skilja ítölsku, enda tel ég textana hans eitt það besta við lögin hans, gítar sólóin eru þá allnokkuð góð líka en lag línurnar eru frekar einfaldar að mínu mati, en það gerir bara það að verkum að maður tekur textana enn betur inn.
Ég elska Vasco, hann er það eina sem ég á eftir af föður mínum, hann gefur mér með hverju lagi bút af persónuleika sem er ekki lengur til. Pabbi minn, ég held að lögin hans Vasco hafi skrifað líf hans. Ég notfæri mér þau til þess að átta mig á því hvernig ég vil ekki að líf mitt verði, en ég held ég sé smám saman að láta tæla mig inná þennan sama veg. Kannski vakna ég einn daginn og finn að minn endir verður sá sami og pabbi min hlaut.
Hvað sem því líður þá talar Vasco um allt, frá löngun sinni til að káfa á brjóstum yfir í hvað nútíminn er scary fyrirbæri. Hann fer út í að lýsa sambandi miðaldra manns við unglingstúlku yfir í að útksýra af hverju okkur er öllum sama um allt og viljum bara fara á fyllerí og hmm...er þetta orð til á íslensku? Fregare? Plata fólk? Gera alla grama? Uh...held það sé ekki beint orð yfir þetta...allavega tekst mér í fljótu bragði ekki að finna það.
Vasco hefur gefið mér aftur búta af pabba sem mér tekst að gleyma, maður vill jú alltaf fegra ímynd hinna dauðu, sérstaklega ef okkur hefur þótt vænt um þá. Hvað sem öllu þessu líður þá hef ég bara eitt að segja:
In fondo siamo solo noi, hehe.
Siamo solo noi
che andiamo a letto la mattina presto
e ci svegliamo con il mal di testa
siamo solo noi
che non abbiamo vita regolare
che non ci sappiamo limitare,
siamo solo noi
quelli che non han più rispetto per niente
neanche per la mente
Siamo solo noi
quelli che poi muoino presto
quelli che però è lo stesso
siamo solo noi
che non abbiamo più niente da dire
dobbiamo solo vomitare
siamo solo noi
che non vi stiamo più neanche ad ascoltare
siamo solo noi
quelli che non han più rispetto per niente
neanche per la gente
siamo solo noi
Quelli che ormai non credono più a niente
e vi fregano sempre
siamo solo noi
che tra Demonio e Santitá è lo stesso
basta che ci sia posto
siamo solo noi
che faccimo colazione anche con un toast del resto
siamo solo noi
quelli che non han più voglia di far niente
rubano solamente
siamo solo noi
generazione di sconvolti
che non han più santi nè Eroi.....
Siamo solo noi !
Hlustið á Vasco...ef ykkur vantar þýðingar á textum...get ég alltaf reynt þó ég lofi ekki að láta þá ríma hehehehe!
Ciao, Alex.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2006 | 01:15
Es cuestión de confesar
Það koma tímar þegar maður lítur upp og þolir ekki við, það er einhver sjálfspíning sem liggur falin í hverju andartaki, ekkert getur endað þennan sársauka.Lífið liggur alltaf falið, þú veist ekki hvað þú ert að horfa á fyrr en þú hefur stigið inní það.
Einu sinni trúði ég því að ég vissi betur, ég hélt ég gæti gefið þér svörin, fært þér þau á silfur fati eins og veturinn framreiðir ringlaða fugla fyrir kettina. En ég get það ekki, ég veit ekki hvað snýr upp og hvað niður, ég veit minna en þú ef ég veit þá eitthvað.
Nú stend ég hér, ég vildi að ég hefði eitthvað að segja sem gæti fangað athygli þína, svona eins og þú hélst mér fanginni í öll þessi ár. Helvítis rómantík. Hvenær deyr fallega hugsunin, hvenær leyfir hugurinn manni að vakna og sjá þá martröð sem maður hefur komið sjálfum sér í?
Af hverju er það dómur minn og endalok að þurfa ávallt að eiga mér von? Ég skil ekki einu sinni sjálf hvað ég er að fara. Ég skrifa alltaf það sama, endalausir hringir.
Og það er skakkt að hugsa ekki í beinni línu
En lína verður að hring jafnvel á besta degi þínum
Já því ég var að tala um sjálfa mig þegar ég skrifaði þennann, en er ég ekki alltaf að því?Ég er alltaf að reyna, þessi endalausa barátta við að verða frjáls, frá þér og undan öllu því sem fylgir þessu rugli. Þú sérð það ekki, eða kannski sérðu það og ert að reyna að láta mig halda í þetta litla sem eftir er. Það er svo lítið eftir og ég er svo þreytt.
Hvað gerir maður þegar augun haldast ekki opin lengur, þegar þú trúir ekki lengur á neitt, þegar allir draumar fortíðarinnar og martraðir ásækja þig eins og draugar sem hafa gerst bestu vinir þínir? Vil ég þá nokkuð sleppa takinu? Er það ekki bara ég sem geri mér þetta?
Nú vildi ég þrennt: Whiskey, Sígarettu og góða tónlist. En í staðin sit ég hér með Fanta, Ferrero Rocher og...ja....vafasama tónlist. Where have all the good things gone? Þetta með sígarettuna er samt óskhyggja, ég hef bara reykt einu sinni á ævinni...það er bara róandi tilhugsun að hafa eitthvað að halda í.
Góða nótt, vonandi veistu aðeins eitt þó þú vitir það bara í hjarta þér: Þú ert mitt svar við öllu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2006 | 00:39
Unacceptable Cuteness
Why do people want everything to be so goshdang CUTE?
I mean it people, you do not want to mess with some things in life, no matter how cruel and harsh and generally un-cute they are.
Not all things are ment to be cute!
All I have left to say is this : ICK!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2006 | 18:12
Hver er ég í dag?
Til er fólk sem reynir að gera allt að sínu, nú meina ég ekki eins og þegar listamenn gera lag að sínu eigin, nei. Ég er að tala um mun flóknari lífspeki, fólk sem þolir örðum ekki að eiga neitt í friði, ekki einusinni eigin hugsanir.
Þetta fólk teygjir fram gráðugar krumlurnar í hvert sinn sem eitthvað bitastætt er að fá. Sniðugur brandari, hvatningarfull ræða, skapandi skrif, flottur fatastíll...ekkert er of heilagt til að káfa á því með skítugum krumlunum.
Oftast er hægt að líta framhjá þvílíkri innrás inn í mans eigin persónuleika, í ljósi þess að þetta fólk hefur ekki sinn eigin og þarf því ljóslega að dýfa hendinni í annara manna einkaheim til að finna efni í sjálfið.Stundum verða innrásirnar þó svo harðar og grimmilegar, að maður stendur eftir hálf nakinn og persónuleikalaus, manni líður eins og það sé maður sjálfur sem er að stela hugsunum frá hinum.
Sumar hugsanir eru meira en sniðugleiki stundarinnar, sum sköpunarverk hafa svo mikla þýðingu, að maður ljáir þeim í hugsunarleysi sitt innra sjálf. Þegar þannig er í pottinn búið, gleymir maður að verja sig gegn árásum þjófa. Maður týnir sér...eða réttara sagt, finnur sig í gleðinni við að skapa eitthvað, eða koma orðum að hugsun sem er ný og frumleg. Í hita augnabliksins snýst hugsunin ekki um það að verja sig.
Hvað er svo til ráða, þegar ótýndur persónuleikaþjófur stelur hugarfóstri mans?Er í alvörunni það eina í málinu að gleyma að þetta hafi átt sér stað? Að gleyma því að einhver hafi ráðist inn í huga manns eða hjarta og tekið þar eitthvað sem er manni kært til eigin afnota?
Kannski er þetta allt spurning um að standa upp í hárinu á þeim, sem láta það eftir sér að krukka í hugsunum og sköpunargáfu annara, eða snýst þetta allt um það að fyrirgefa og halda áfram? Eða kannski snýst þetta allt öllu heldur um drama.
Satt best að segja veit ég það ekki,Verið góð og varist persónuleikaþjófana..þeir leynast á hverju strái.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2006 | 18:06
Föst í hinum eilífa draumi
Þetta byrjar alltaf á einfaldan hátt, einhversstaðar í myrkrinu hvílir draumur, kannski áttar þú þig ekki einu sinni á því að hann er þarna, engu að síður liggur hann undir yfirborðinu og bíður síns tíma.
Einn daginn kemur svo að því, allt smellur, þú finnur þá sem deila draumnum. Fólkið sem vill það sama og þú, leitar þess hulda, finnur það og lifir það. Það vex í lífi þínu, kannski vaknar þú einn daginn og draumurinn er orðinn að skrímsli sem er stærra en þú, þú ræður ekki lengur við þessi miklu örlög sem bíða þín.
Það sem þú gerir er að þú gefst upp, þú snýrð baki við öllu þessu stórfenglega, öllu þessu dularfulla og angurværa í tilverunni, þú gleymir. Enginn hefur það í sér að hirta þig rækilega, þó þú eigir það kannski skilið, allt sem þú ert að sóa...allt þetta sem fólk leitar að alla sína ævi en finnur aldrei. En það vita allir að það er of mikið á þig lagt, þú ert bara ein manneskja, bara krakki...hver ákvað að þú ættir að leiða þessa för? Hverjum datt í hug að þú værir hæf manneskja til þess?
Hvað gerir maður samt, þegar besti vinur manns snýr baki við draumnum? Er hægt að halda áfram án hennar/hans? Það vanntar of mikið, það var stólað of mikið á veru þessarar miklilfenglegu persónu í þessum draumi. Losnar maður svo nokkurntíman við hrollinn í blóðinu, þessa ímynduðu gæsahúð sem rís undir húðinni og minnir mann á, að það er meira þarna úti, og það er allt ætlað þér.
Hvers vegna ert þú þá eina manneskjan sem stendur gegn sjálfri þér?Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2006 | 19:39
The Best Joke in the World...
There was a kitten and it looked like...another kitten!
Bwahahahaha! Oh My. Takk fyrir þennan Una, ég get ekki þakkað þér nógsamlega fyrir þína einstöku kímnigáfu ;o)
Ó og í sambandi við bloggið sem ég fann um daginn er bara eitt að segja: Enn finnast hreysikettir í þessum heim!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2006 | 22:21
Allir Heilagir
Ferð meðalmannsins til heilagleikans...
Einn helsti munurinn á Kaþólskri kirkju og þeirri Lúthersku er notkun Kaþólsku kirkjunnar á dýrðlingum. Dýrðlingarnir eru eitthvað yfir 10.000 allt frá litlum stelpum upp í fullorðna karlmenn.
Upphaflega voru dýrðlingarnir valdir af almenning, en með tímanum tóku yfirmenn Kaþólsku kirkjunnar upp kerfi til þess að velja dýrðlinga og fengu þar með valdið til þess að skera úr um hver mætti kallast dýrðlingur og hver ekki. Kaþólska kirkjan segir þetta vera vegna þess að á meðan að almenningur valdi dýrðlingana fór það oft eftir ýktum goðsögnum og gerði að dýrðlingum jafn vel fólk sem hafði aldrei verið til.
Í dag er dýrðlingur valinn þannig að eftir dauða manns sem almenningur hefur talið heilagan fer biskup á stjá og leitar að staðfestingu þess að þessi maður hafi annað hvort lifað heilögu líferni( verið dyggðugur og skírlífur) eða verið píslarvottur. Biskupinn leggur svo þessar sannanir fyrir nefnd sem setin er af guðfræðingum, þegar guðfræðingar og kardinálar hafa gefið samþykki sitt, lýsir páfinn því yfir að maðurinn sem rannsakaður var sé lotningarverður.
Næsta skref kallast páfablessun, en til þess að hljóta hana þarf tilvonandi dýrðlingur að hafa gert a.m.k. eitt stykki kraftaverk. Kraftaverkið þarf að hafa gerst eftir dauða mannsins og þarf að vera bein afleiðing þess að einhver hafi beðið hann um ofangreint kraftaverk. Þetta gildir aðeins fyrir þá sem ekki létust píslarvættisdauða, en píslarvottar þurfa ekki að sýna fram á þetta kraftaverk. Eftir þetta má ákveðinn hópur dýrka þennan dýrðling. Til þess að verða tekinn í dýrðlingatölu þarf hinn látni svo að sýna fram á eitt kraftaverk í viðbót.
Það er ekki tekið út með sældinni að vera dýrðlingur, og þó að skiptar skoðanir séu um ágæti þess að hafa dýrðlinga, finnst mér að eftir að hafa gengið í gegn um þennan rosalega prósess eigi hinn látni titilinn full skilið.
Kaþólska kirkjan vill meina að dýrðlingarnir séu ekki helgimynd sem eigi að biðja til, heldur biðji dýrðlingarnir með þeim sem ákalla þá og vegna þess að þeir búa nær Guði takist þeim á einhvern hátt að flýta fyrir bænheyrslunni. Persónulega trúi ég því ekki að Guð taki einn mann fram yfir annan hvað bænheyrslu varðar, frekar þykir mér líklegt að hann myndi skoða hvaða bænir þarfnast raunverulega að vera heyrðar, en hvað veit ég? Ekki er ég neinn guðfræðingur.
Spurningin um gagnsemi og réttmæti dýrðlinga er eitthvað sem ekki verður svarað hér, þetta er aðeins örlítið yfirlit yfr það ferli sem venjulegur maður gengur í gegn um til þess að vera tekin í dýrðlinga tölu. Það er alltaf áhugavert að skoða hvað hin ýmsu trúarbrögð hafa uppá að bjóða og full ástæða til þess að skoða allt með opnum huga.
Takk fyrir mig, Valdís Alexía.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2006 | 20:05
Bara eitthvað smá...
I came across some ideas, not mine but familiar. I had the feeling to just turn away and run. Not seeing the tears that were rolling down her cheek.I felt forgetful, not to remember those feelings, feelings of guilt and growing hatred.
No one follows the stream of billowing treetops just to find- the sun rises on the other side too. And yet I could not forget, I could not forgive. The bitterness in me sealed with sorrows old age forbid that I take part in her grief. So what I did, I turned my back on her, I did walk away..and to this day....bitterly regreted the decison.
On my own little one I turned, and did never again give her the time of day...all because of you.
22 Stitches
Just bored, bored with fighting against evil, bored of having to respect people who don't show me any kind of respect...bored of needing time to reflect. I hate the vanity of being the good kid. And I don't want to think of all this shit. I don't want to be- Sensitive. Most of all I don't want to care about it. No more: People sicken me and want to make me ill, no more trying to watch out for those who are here to kill. No more watching your back from all these evil bitches, just sock it to 'em 22 stitches...never comming back again.
Ó Ú...hér er svo the elusive end of Highway of Lost Sheep:
So I ran down a guy in my quest for life
I stood up only to find that I'd gone blind
I'm falling behind-
I need to gather the sheep before it's too late
God's makin' a comeback and he'll recreate.
But to build you've got to destroy
so he broke his little toy
the new world will be ruled by an innocent boy
Hehe, maður er svo fyndinn þegar maður er lítill. Ég var að finna þessar færslur í einni af gömlu stílabókunum mínum, Una...manstu eftir góðu dögunum? The good 'ole days...hehehe.
"Never chew on prebaked life philosophies, make your own from scratch" mwúahahaha!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2006 | 17:21
In the air today
Ég ætlaði nú sammt ekki að tala um sjálfa mig hérna, ekki beint, ekki í dag. Ég ætlaði að tala um það sem hefur verið að gerast í kring um mig, en það er að gömlu vinir mínir úr grunnskóla hafa verið að birtast hægri- vinstri, það virðist vera orðin einhver tíska að halda sambandi...eins og allir virtust fegnir að hlaupa sem lengst í burtu hvert frá öðru þegar skólanum lauk.
Kannski er það bara einhver falleg fortíðarþrá sem sveipar okkur á þessum tíma lífsins, það eru jú tímamót að vera tvítugur og annaðhvort útskrifast úr framhaldsskóla eða vera að byrja í háskóla.
Mér finnst sammt líklegara að fólk sé einfaldlega að átta sig á því núna að enginn þekkir það betur heldur en einmitt þetta lið sem var með því í grunnskólanum. Það er ekkert jafn skemmtilegt og að rifja upp eitthvað sem gerðist þegar maður var sex ára, í hópi þeirra sem voru með manni þegar það gerðist, og muna eftir því jafn vel og maður sjálfur.
Persónulega , þá þykir mér ekkert að því að hitta þetta fólk aftur, þó það virðist hálf skrítið að halda sambandi við fólk sem maður hefur varla talað við seinustu fimm árin.
Þeir krakkar sem voru með mér í einhverjum af þeim þrem grunnskólum sem ég gekk í eru allir ágætis fólk í dag og aldurinn hefur bara gert þá betri ef eitthvað er. Það er líka varla hægt að finna meira viðeigandi árstíma fyrir endurfundi en í kring um Jólin.
Þannig að krakkar, endilega hafa *rejúníón ef það er hægt!
*Pardon my French...errr...Icelandic ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Il Mio Quinto Senso e Mezzo
Bækur
Bækur
Nokkrar af mínum uppáhalds...það breytist samt mjög oft.
-
: Brennu-Njáls Saga
Þetta er önnur skyldulesningarbók í íslensku sem mér fannst mjög áhugaverð og hreint út sagt skemmtileg. Það verða allir íslendingar að lesa hana...bókstaflega...hahaha!
-
: The Three Musketeers
Þessa bók las pabbi minn fyrir mig á tímabilinu 12-14 ára, nokkra kafla alltaf þegar ég kom til hans á sumrin. Þarna var hann kominn með krabbamein og var svo hás að hann hljómaði eins og sjóræningi með kvef en honum þótti bara svo vænt um að fá að lesa fyrir mig að hann neitaði að gefast upp. Já, ég á ljúfar minningar af þessari bók en það er ekki eina ástæðan fyrir að hún er í uppáhaldi heldur er þetta barasta snilldar vel skrifað og maður festist alveg í henni þegar maður er byrjaður. Spennandi og ævintýraleg, einfaldlega allt það besta í einni bók.
-
: Kristnihald Undir Jökli
Ein af örfáum skyldulesningabókum í íslensku sem mér fannst virkilega þess virði að lesa. Mér fannst hún góð og hana nú.
-
: Like the Flowing River
Aldrei á ævinni hef ég orðið fyrir jafn miklum og sýnilegum áhrifum út af einni bók. Eftir þessa bók var ég bara svo hooked á Paulo að ég varð að skrifa honum e-mail og þakka honum innilega fyrir að hafa skrifað hana. Hann svaraði mér meira að segja og var mjög almennilegur og nice. Og ef þið lesið his biography þá er það ekkert lítið sem þessi maður hefur gengið í gegn um. Það er æðislegt að geta lesið svona innblásna bók eftir mann sem er virkilega lífsreyndur. Það besta við þessa bók er að manni finnst aldrei talað niður til manns þegar maður les þau ráð sem höfundurinn gefur. Þessi náði beint að hjartarótum og ég ætla mér að lesa hana svona 200.000 sinnum í viðbót, helst oftar :)
-
: The Picture of Dorian Grey
Þetta er bara frábær bók enda er Oscar Wild í miklu uppáhaldi hjá mér bæði sem rithöfundur og manneskja. :)
Bloggvinir
Spurt er
Fólk
Vinir mínir
Hér eru nokkrir af nánustu vinum mínum, lesið það sem þeir hafa að segja!
-
Ingi
Ingus mine friend. -
Harpa á myspace
Segir sig sjálft. -
Harpa bloggar
Hér bloggar mesti hello-kitty fan í heimi :D -
Sandra á myspace
Sandy girl -
Sandra
The single most clever person walking the planet. -
Marta á Myspace
MARRRTAAAA!!!!!!! RAHHHH!!!!!! -
Marta
I love you my cowsnooze! Þessi stelpa verður rithöfundur með meiru! I promise! -
Una á myspace
rockstar in the making
keiralechat
Ég á öðrum bloggum
Hér er að finna önnur blogg þar sem ég held til, manneskja með svona marga persónuleika getur ekki látið sér nægja eitt blogg.
-
Ég á Myspace
Lucidamente -
Socialmalady
You Can Fall Slave to the Universe Inside a Mind
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar